Home Fréttir Í fréttum Fá ekki fé til að byggja

Fá ekki fé til að byggja

173
0
Nauthólsvegur 79. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/Reyjavíkurborg

„Hratt versn­andi markaðsaðstæður síðustu vik­ur, háir vext­ir og fleira varð til þess að þessi frá­bæra lóð rann okk­ur úr greip­um,“ seg­ir Viggó Ein­ar Hilm­ars­son, stjórn­ar­formaður bygg­ing­ar­fé­lags­ins MótX. Til­efnið er að bygg­ing­ar­lóðin Naut­hóls­veg­ur 79 er aft­ur laus en hliðvar með kauprétt á lóðinni.

<>

Fé­lagið Skientia varð hlut­skarp­ast í útboði borg­ar­inn­ar vegna lóðar­inn­ar síðasta sum­ar. Bauð þá 751 millj­ón króna í lóðina. MótX keypti svo Skientia í byrj­un októ­ber og fékk þar með kauprétt á lóðinni.

Örugg­ir með ávöxt­un

Viggó seg­ir aðstæður á bygg­ing­ar­markaði krefj­andi.

„Fjár­fest­ar geta fengið um 9% áhættu­lausa ávöxt­un í dag. Það hef­ur áhrif á okk­ur sem stönd­um í fram­kvæmd­um og aðra sem leita eft­ir fjár­magni,“ seg­ir Viggó.

Niðurstaðan vek­ur at­hygli í ljósi umræðu um skort á íbúðum. Þá hef­ur borg­ar­stjóri rætt um að hag­stæð fjár­mögn­un geti stuðlað að auknu fram­boði íbúða.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is