Home Fréttir Í fréttum Skelfilegt ástand á Kirkjuhvoli

Skelfilegt ástand á Kirkjuhvoli

91
0
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum. Mynd / Aðsend

Nýlega var lögð fram skýrsla frá Eflu verkfræðistofu til sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna rakaskimunar og sýnatöku í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

<>

Skýrslan sýnir að ástand hússins sé skelfilegt í alla staði því það var til dæmis mygla í öllum byggingarsýnum sem tekin voru í húsinu. Þá kom í ljós mikið af rakaskemmdum og rakaummerkjum í húsnæðinu.

Einar Kristján Jónsson sveitar­stjóri hefur lagt fram drög að kostnaðaráætlun til sveitarstjórnar vegna viðgerða á húsinu og hljóðar hún upp á 250 milljónir króna til að gera húsið hættulaust fyrir starfsemi.

„Húsið hefur ekki verið dæmt ónýtt, en það er verulega illa farið vegna leka og lítils viðhalds. Það hefur engin ákvörðun verið tekin hvað verður gert í stöðunni en ef niðurstaðan verður sú að gera húsið ekki upp þá verður það rifið og lóðin notuð undir sívaxandi eftirspurn um lóðir fyrir verslun og þjónustu á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Kristján.

Félagsheimilið Kirkjuhvoll er í eigu Skaftárhrepps. Gestastofa hefur verið rekin í húsinu en nú þegar þjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarðs er að flytja í nýja gestastofu á staðnum þá verður engin starfsemi í húsinu.

Heimild: Bbl.is