Home Fréttir Í fréttum Nýtt kerfi hreinsar frárennsli Arctic Fish

Nýtt kerfi hreinsar frárennsli Arctic Fish

66
0
Frárennsliskerfi Dystia hefur verið komið fyrir í sláturhúsi Arctic Fish á Bolungarvík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Slát­ur­hús Arctic Fish í Bol­ung­ar­vík tók ný­verið í notk­un nýja frá­rennslis­lausn Dystia, fyrst lax­eld­is­fyr­ir­tækja. Um er að ræða heild­ar­lausn á frá­rennslis­vanda í lax­eldi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

<>

„Með því að taka í notk­un þetta nýja vatns­hreinsi­kerfi erum við að inn­leiða kröf­ur framtíðar­inn­ar. Allt frá­rennsli úr nýju vinnsl­unni okk­ar í Bol­ung­ar­vík fer í gegn­um kerfið og því full­hreinsað frá okk­ur.

Í stuttu máli hef­ur lausn­in frá Dystia staðist all­ar vænt­ing­ar og við hlökk­um til að taka for­ystu á þessu sviði,“ seg­ir Kristján Rún­ar Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri laxa­vinnslu Arctic Fish.

Guðjón Ingi Guðjóns­son fram­kvæmda­stjóri Dystia.

Guðjón Ingi Guðjóns­son fram­kvæmda­stjóri Dystia er sann­færður um ágæti kerf­is­ins og seg­ir að lík­lega sé ekk­ert fyr­ir­tæki á land­inu, óháð starf­semi, með betri hreins­un á frá­rennsli en Arctic Fish.

„Kerfið fram­leiðir klór í lág­um styrk úr sjó með raf­magni til þess að hreinsa úr­gang­inn. Með því að fram­leiða klór­inn á staðnum með hrá­efni úr nærum­hverf­inu, í stað þess að nota inn­flutt­an klór, er komið í veg fyr­ir óþarfa kol­efn­is­spor og hættu á um­hverf­is­slysi í flutn­ingi eða á staðnum.

Dystia-klór­kerfið er lokað þannig að starfs­fólk þarf ekki að meðhöndla efnið sjálft á neinu stigi. Efnið er því 100% vist­vænt og leys­ist upp í nátt­úr­unni eft­ir að hafa gert sitt gagn.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is