Home Fréttir Í fréttum 104 tonna jarðýta við Svartsengi

104 tonna jarðýta við Svartsengi

450
0
Mynd: Ruv.is

Stærsta jarðýta landsins, Caterpillar D11, lagði af stað á vörubílspalli í lögreglufylgd úr Ingólfsfjalli í Ölfusi klukkan þrjú í nótt og stefnir í átt að Svartsengi.

<>

Þar verður hún notuð við gerð þeirra fimm kílómetra löngu varnargarða sem ætlað er að koma í veg fyrir skaða á mikilvægum innviðum.

Vegfarendur um Reykjanesbraut nú í morgunsárið mega búast við að sjá ýtuna og fylgdarlið hennar, sem fer harla hægt yfir með blá viðvörunarljósin blikkandi.

Heimild: Ruv.is