Home Fréttir Í fréttum Flúði hávaðann á Land­spít­al­an­um

Flúði hávaðann á Land­spít­al­an­um

165
0

„Þetta var al­gjör­lega óþolandi. Þetta varð eig­in­lega til þess að ég út­skrifaði mig tveim­ur dög­um fyrr en ég hefði átt að gera. Ég fór heim með poka full­an af lyfj­um,“ seg­ir Kristján Helgi Benja­míns­son.

<>

Hann tók ný­verið upp mynd­band þar sem heyra mátti hávaðann sem hef­ur verið á Land­spít­al­an­um und­an­farið vegna fram­kvæmda við nýtt sjúkra­hót­el.

Kristján Helgi þurfti að gang­ast und­ir aðgerð á spít­al­an­um og lá inni í átta daga í byrj­un fe­brú­ar. Hann seg­ir að meðal tím­inn sem fólki ligg­ur inni eft­ir slíka aðgerð sé 10 til 11 dag­ar.

„Það var eng­inn friður á dag­inn, þrátt fyr­ir að glugg­inn hafi verið lokaður. Glerið er mjög þunnt og það berst allt í gegn­um það,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við að marg­ir sjúk­ling­ar hafi kvartað yfir ástand­inu. „Maður­inn sem var með mér í her­bergi var bú­inn að vera þarna í yfir mánuð. Ég skil ekki hvernig hann var bú­inn að halda geðinu all­an þenn­an tíma.“

Kristján ger­ir ráð fyr­ir því að hávaðinn haldi áfram næstu árin vegna áfram­hald­andi fram­kvæmda við Land­spít­al­ann. „Maður heyr­ir í viðtöl­um við for­stjóra sjúkra­húss­ins að það sé vanda­mál hvað sjúk­ling­ar eru lengi inni, því það kosti svo mikla pen­inga. Þeir eru kannski bara fegn­ir að fólk sé að flýja hávaðann en ég get ekki ímyndað mér að fólk sé ekki annað en leng­ur að jafna sig þegar það þarf að hlusta á svona hávaða.“

Hann vill þó taka fram að þjón­ust­an sem hann fékk hafi verið mjög góð. „Það voru all­ir ofboðslega góðir við mig og starfs­fólkið var al­veg frá­bært.“

Heimild: Mbl.is