Home Fréttir Í fréttum Margir sýna Borgartúninu áhuga

Margir sýna Borgartúninu áhuga

149
0
Horft yfir hús Hagstofunnar og Borgartún 21 frá þakíbúð númer 701. mbl.is/Árni Sæberg

„Það mættu um hundrað manns á opið hús fyrstu sýn­ing­ar­helg­ina og svo um fimm­tíu manns helg­ina þar á eft­ir,“ seg­ir Magnús Magnús­son, einn mann­anna sem byggja fjöl­býl­is­hús í Borg­ar­túni, um áhug­ann.

<>

Þegar Morg­un­blaðið kom við í Borg­ar­túni 24 laug­ar­dag­inn 14. októ­ber voru marg­ir að skoða en alls eru 64 íbúðir í hús­inu sem er við hring­torg á gatna­mót­um Borg­ar­túns og Nóa­túns. Þar er bíla­kjall­ari með 39 stæðum en á jarðhæð verður versl­un og þjón­usta. At­vinnu­rým­in á jarðhæð eru öll seld, að sögn Magnús­ar, og 17 íbúðanna seld­ar.

Gríðarleg eft­ir­spurn skapaðist á fast­eigna­markaði eft­ir að Seðlabank­inn lækkaði meg­in­vexti í 0,75% í nóv­em­ber 2020. Það var auðvitað ekki dæmi­gert tíma­bil og upp­lifði Magnús þá mikla sölu í öðrum verk­efn­um. Spurður hvernig sé að fá 150 manns í opið hús miðað við mestu læt­in seg­ist Magnús vera ánægður með viðtök­urn­ar.

Horn­glugg­ar ein­kenna íbúð 702. Þaðan má horfa út á sund­in og Kirkju­sand­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Með besta móti

„Það þykir virki­lega gott að fá 150 manns og þótti þá líka. Mun­ur­inn var sá að við vor­um að fá mikið af „blind­um til­boðum“ þegar læt­in voru sem mest,“ seg­ir Magnús og vís­ar til þess þegar fólk keypti íbúðir óséðar á ár­un­um 2021 og 2022.

„Þetta er með því betra sem við höf­um séð. Það er mik­ill áhugi en við gef­um okk­ur fjóra mánuði til af­hend­ing­ar. Húsið er því ekki komið á þann stað að gefa réttu mynd­ina af þeim gæðum sem við ætl­um að skila. Við ákváðum samt að fara af stað og setja íbúðirn­ar í sölu,“ seg­ir Magnús en áformað er að af­henda þær í fe­brú­ar og mars.

THG arki­tekt­ar hanna húsið sem er með opnu rými fyr­ir miðju. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Með nokkra flokka

„Íbúðirn­ar eru af­hent­ar full­bún­ar með par­keti. Við erum með þrjár mis­mun­andi gerðir af inn­rétt­ing­um og tröpp­um okk­ur upp í gæðastaðli eft­ir því sem ofar dreg­ur í hús­inu. Við skil­um þak­í­búðum með vínkæli, steini í borðum og fiski­beinap­ar­keti sem er dýr­ari frá­gang­ur og þar af leiðandi er líka hærra verð á þeim ein­ing­um. Við ákváðum að fara mjög langt í gæðum og skil­um sem kem­ur kannski ekki í ljós fyrr en und­ir lok fram­leiðslunn­ar,“ seg­ir Magnús.

Bygg­ing­in set­ur mik­inn svip á Borg­ar­túnið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann staðfest­ir að í boði er að sam­eina tvær efstu þak­í­búðirn­ar, íbúðir 701 og 702, en ásett verð þeirra er 179,9 og 159,9 millj­ón­ir króna. Íbúðirn­ar tvær eru 147,9 og 134,3 fer­metr­ar.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, 9. nóv­em­ber. 

Heimild: Mbl.is