Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja heilsulind í Perlunni

Vilja byggja heilsulind í Perlunni

245
0
Mynd: Zeppelin arkitektar
Hópur fjárfesta hefur boðið rúma tvo milljarða króna í byggingarrétt í kringum Perluna og hyggst byggja þar heilsulind fyrir 8-10 milljarða. Arkitekt sem á hugmyndina að verkefninu segir það gefa möguleika á að fegra svæðið við Perluna.

Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um hvernig nýta eigi Perluna, einkum innan dyra. Í dag samþykkti borgarstjórn að semja við Perlu norðursins um leigu á húsinu til náttúrusýningar.

<>

En Oddur Árnason eigandi arkitektastofunnar Zeppelin arkitektar er með hugmyndir um frekari starfsemi – stóra heilsulind. „Við myndum byggja utan á vatnstankana herbergjastæðu sem myndi fylgja lagi tankanna. Og síðan myndum við leggja laug ofan á tankana sem eru fyrir sem mynd hringa Perluna sjálfa.“

Í laugunum verða litlir misheitir pottar. Inni verða svo böð, jógakennsla og fjölnota salir. Orri segir að þarna njóti menn íslenskrar náttúru, allt frá rokinu til norðurljósanna. „Þetta er náttúrulega gríðarleg uppbygging sem hérna myndi eiga sér stað, kannski 8-10 milljarðar í allt. Og það gefur mikla möguleika á að fegra svæðið í kring.“

Ásýnd Perlunnar myndi ekki breytast mikið. Orri segir þetta geta farið vel saman við náttúrusýninguna sem á að vera í Perlunni og vonast eftir samstarfi um það.

Tilboð var lagt til Reykjavíkurborgar í gær um byggingaréttinn við Perluna. Orri segir að það tilboð hafi verið nokkuð yfir tvo milljarða króna. Hann vill ekki upplýsa hverjir standa á bak við verkefnið fjárhagslega.  Það sé leyndamál eins og er.

Heimild: Rúv.is