Home Fréttir Í fréttum Bolungarvík: Framkvæmdir við nýjar götur hefast á næsta ári

Bolungarvík: Framkvæmdir við nýjar götur hefast á næsta ári

110
0
Útdrátturinn undirbúinn í fundarsal bæjarstjórnar Bolungavík. Mynd: aðsend.

Lokið er úthlutun lóða í hinu nýja Lundahverfi í Bolungavík og eru um 20 lóðir gengnar út. Hlutað var um fjölmargar lóðir í síðustu viku, en fleiri en ein umsókn höfðu borist og fengu allir lóðir sem sóttu um.

<>

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík sagði það gríðarlega ánægjulegt hvað mikill áhugi hefði verið á lóðum. Ljóst væri að framkvæmdir myndu hefjast að öllu óbreyttu við nýjar götur í Bolungavík. Þetta væri stórt skref í uppbyggingu bæjarins og segja mætti að nýtt uppbyggingarskeið væri hafið. Áratugir eru síðan nýtt hverfi var byggt.

Lundahverfi í Bolungavík

Jón Páll minnti á að þegar skipulagsvinna við Lundahverfið hófst fyrir þremur árum hafi ekki verið fyrirséð sú uppbygging laxeldis í bænum sem síðar var ákveðin og að ekki hafi allir haft trú á því að þörf væri fyrir hverfið. Annað hafi komið á daginn.

Nú væri næst að leggja áherslu á höfnina og hafnarsvæðið og gera 10 ára framtíðarsýn fyrir svæðið. Þegar hafa verið lagðar fram hugmyndir að nýju miðbæjarskipulagi þar sem lögð er áhersla á að þétta byggðina við Aðalstrætið og neðan þess. Jón Páll Hreinsson sagðist hafa trú á því að það verði að veruleika á næstu áratugum.

Heimild: BB.is