Home Fréttir Í fréttum Allt tiltækt slökkvilið kallað út á Höfða

Allt tiltækt slökkvilið kallað út á Höfða

108
0
Frá aðgerðum á Réttarhálsi. mbl.is/Óttar

Allt til­tækt slökkvilið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað út vegna bruna í þaki í iðnaðar­hús­næði á Höfða í Reykja­vík.

<>

Til­kynn­ing um eld­inn barst slökkviliði um klukk­an hálf 11 í morg­un, að sögn Magnús­ar Þór­ar­ins­son­ar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is/Ó​ttar

Upp­fært klukk­an 11.42

Vel hef­ur gengið að ná niður­lög­um elds­ins á Rétt­ar­hálsi 2 þar sem N1 og Rekstr­ar­vör­ur eru til húsa.

mbl.is/Ó​ttar

„Í raun­inni er eig­in­legu slökkvi­starfi að ljúka. Við erum að leita að okk­ur all­an grun um að það séu eng­ar glæður eft­ir,“ seg­ir Magnús­ar Þór­ar­ins­son í sam­tali við mbl.is klukk­an 11.40.

mbl.is/Ó​ttar

Hann seg­ir að eld­ur­inn í þak­inu hafi verið tölu­verður á tíma­bili. Hann hafi náð að dreifa sér um þakið að ein­hverju leyti.

Heimild: Mbl.is