Home Fréttir Í fréttum Fjöldi full­búinna í­búða sem standa auðar eykst um 600%

Fjöldi full­búinna í­búða sem standa auðar eykst um 600%

102
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýjum tölum HMS eru skýr merki um að erfiðara gangi að selja ný­byggingar.

<>

Nýjar tölur frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun sýna að fram­kvæmdir séu hafnar við byggingu á 8,683 í­búðum en um 68% sam­dráttur sé í fjölda nýrra fram­kvæmda.

„Aukinn fjöldi í­búða í fram­kvæmdum þar sem fram­vinda stendur í stað á milli talninga og vís­bendingar um að enn sé verið að hægja á fram­kvæmdum. HMS metur því að einungis 6.738 í­búðir séu í virkri fram­leiðslu,“ segir í greiningu HMS.

Þá greinir HMS frá því að fjöldi full­búinna í­búða sem ekki eru teknar í notkun eykst um nærri 600% á milli ára. Segir HMS að þetta séu skýr merki um að erfiðara gangi að selja ný­byggingar.

Sam­kvæmt nýjustu talningu er upp­bygging í­búða mest á höfuð­borgar­svæðinu þar sem eru 69,2% af öllum í­búðum sem eru í byggingu. Flestar í­búðir eru í byggingu í Reykja­vík (2.607 í­búðir) en næst­flestar eru í Hafnar­firði (1.605 í­búðir).

Utan höfuð­borgar­svæðisins eru flestar í­búðir í byggingu í sveitar­fé­laginu Ár­borg (586 í­búðir) og Reykja­nes­bæ (399 í­búðir). Sam­dráttur í fjölda í búða í byggingu er í flestum sveitar­fé­lögum mestur í Mos­fells­bæ (45,5%) og Kópa­vogi (7,4%). Fjölgun er í Reykja­vík um 7,2%.

Búast má við 2.838 full­búnum í­búðum í ár og 2.624 í­búðum á næsta ári. Ný spá gerir ráð fyrir færri full­búnum í­búðum en fyrri spár.

Samdráttur í fjölda fullbúinna íbúða þriðja árið í röð
„Enn eykst fjöldi í­búða þar sem fram­vinda helst ó­breytt á milli talninga. Mest er aukningin á fram­vindu­stigi 3 og 4. Ef fram­kvæmdir eru lengi á sama fram­vindu­stigi getur það verið vís­bending um að hægt hafi verið á fram­kvæmdum og á það sér­stak­lega við um fram­vindu­stig 1 (jarð­vinna hafin), fram­vindu­stig 2 (undir­stöður til­búnar) og fram­vindu­stig 4 (fok­helt mann­virki) þar sem yfir­leitt má vænta þess að fram­vinda teljist á næsta fram­vindu­stigi á þeim 6 mánuðum sem að jafnaði eru á milli talninga HMS,” segir í greiningu HM.

Flestar í­búðirnar með ó­breytta fram­vindu eru á höfuð­borgar­svæðinu en það á þó við á öllum lands­svæðum.

Sam­kvæmt spá HMS sem byggir á talningunni þá má vænta þess að sam­dráttur verði í fjölda full­búinna í­búða þriðja árið í röð og að það verði á­fram­haldandi sam­dráttur einnig á næsta ári. Nýja spáin gerir ráð fyrir að 2.838 í­búðir verði full­búnar í ár og 2.624 í­búðir á næsta ári.

Heimild: Vb.is