Home Fréttir Í fréttum Nýja Fossvogsbrúin gæti flautað

Nýja Fossvogsbrúin gæti flautað

109
0
Nýja brúin á að liggja frá Nauthólsvík yfir á Kársnes í Kópavogi. Tölvumynd/Efla og BEAM

Að ýmsu þarf að huga við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd­ir við nýja Foss­vogs­brú. Meðal þess sem taka þarf til­lit til við hönn­un brú­ar­inn­ar eru hljóðáhrif af völd­um vinds sem geta haft áhrif á líf fólks í ná­grenni brú­ar­inn­ar.

<>

Hætt er við að klæðning geti valdi flautu­áhrif­um í ákveðnum vindátt­um ef vind­ur er mik­ill. Með öðrum orðum, að brú­in flauti. Þetta kem­ur fram í bók­un heil­brigðis­nefnd­ar Garðabæj­ar, Hafn­ar­fjarðar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness frá 3. októ­ber vegna til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi vegna brú­ar­inn­ar.

Staðbund­in meng­un á svæðinu

„Miðað við nú­ver­andi deili­skipu­lag um leyfi­lega um­ferð á brú er ólík­legt að hljóðvist frá um­ferð verði vanda­mál í nær­liggj­andi byggð. Við deili­hönn­un brú­ar þarf þó að huga að mögu­leg­um hljóðáhrif­um af brú vegna vinds sem blæs í gegn­um hana. Þekkt er að klæðning­ar á brúm geta valdið flautu­áhrif­um í ákveðnum vindátt­um við ákveðinn vind­styrk,“ seg­ir í bók­un nefnd­ar­inn­ar.

Fleira þarf að hafa í huga við þessa stóru fram­kvæmd, að mati nefnd­ar­inn­ar. „Heil­brigðis­nefnd vek­ur at­hygli á að það hef­ur orðið vart við staðbundna meng­un á upp­fyll­ingu á skipu­lags­svæði brú­ar yfir Foss­vog.

HEF vill leggja áherslu á að við upp­gröft á svæðinu skal fjar­lægja mal­bik og annað sýni­legt rusl og sorp sem kem­ur upp og farga því á viðeig­andi hátt og gera grein fyr­ir því gagn­vart heil­brigðis­eft­ir­liti. Gera þarf heil­brigðis­eft­ir­liti viðvart ef komið er niður á slíkt efni við upp­gröft­inn.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is