Home Fréttir Í fréttum Dvergsreitur tilnefndur til íslensku hönnunarverðlaunanna

Dvergsreitur tilnefndur til íslensku hönnunarverðlaunanna

105
0
Mynd: Hafnarfjordur.is

Dvergsreiturinn í hjarta Hafnafjarðar sem hannaður var af arkitektastofunum KRADS og TRÍPÓLÍ, ásamt Landmótun, er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

<>

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að reiturinn sé höfundum sínum, verkkaupa og sveitarfélaginu, til mikils sóma og þar sé þétting byggðar vel heppnuð. Í verkefninu er fallega unnið með umfang og form nærliggjandi húsa og haganlega sköpuð rými eru á milli bygginganna, þrátt fyrir mikinn þéttleika.

Efnisval er nútímalegt, en vísar í nærliggjandi hús og minnkar sýnilega stærðarskölun með markvissri notkun breytileika í efnisvali. Þegar betur er að gáð er leikur að formum húsanna og jafnvel árekstur, sem gefur þeim kæruleysislegt, ef ekki hreinlega gamansamt yfirbragð.

Lögð var áhersla á að nýbyggingar á lóðinni væru hannaðar með þeim hætti að þær féllu sem best að útliti nærliggjandi byggðar. Markmið hönnunarinnar var að skapa eins konar þorpsanda, ramma fyrir hlýlegt mannlíf, sem bæði íbúar sem hafa eigið viðverusvæði í skjólgóðum húsagarði fjær götunum og gestir sem sækja verslun og þjónustu á jarðhæðunum, geta notið.

Heimild: Hafnarfjordur.is