Home Fréttir Í fréttum Isavia gerir athugasemdir við álit Skipulagsstofnunar

Isavia gerir athugasemdir við álit Skipulagsstofnunar

104
0
mbl.is/Hallur Már

Isa­via hef­ur sent Skipu­lags­stofn­un at­huga­semd­ir vegna álits stofn­un­ar­inn­ar um um­hverf­is­mat fram­kvæmda við stækk­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar sem greint var frá hér í blaðinu á mánu­dag­inn.

<>

Þar kom m.a. fram að stofn­un­in tel­ur ámæl­is­vert af hálfu Isa­via að hafa ráðist í upp­bygg­ingu austurálmu áður en lokið var við um­hverf­is­mat vegna stækk­un­ar flug­vall­ar­ins. Isa­via bend­ir m.a. á í svar­inu að um þann þátt fram­kvæmd­anna hafi verið fjallað í matsáætl­un árið 2019.

„Sam­starfið við Skipu­lags­stofn­un vegna þessa hef­ur verið afar gott. Við höf­um frá 2017 átt sam­skipti við stofn­un­ina um hvernig skuli staðið að mat­inu og unnið sam­kvæmt aðferðafræði sem Skipu­lags­stofn­un féllst á í bréfi til okk­ar í des­em­ber 2017.

Þess vegna kem­ur þetta atriði sem um ræðir í niður­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar okk­ur á óvart og höf­um við gert at­huga­semd við það í er­indi sem sent var til stofn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Guðjón Helga­son upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. Fram­kvæmd­irn­ar haldi áfram og Isa­via muni kapp­kosta að lág­marka um­hverf­isáhrif.

Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er mik­il­vægt að nú ligg­ur fyr­ir heild­stætt um­hverf­is­mat fyr­ir fram­kvæmd­ir næstu ára. Við tók­um þá ákvörðun að fara í heild­stætt um­hverf­is­mat með þessu hætti og ganga þannig lengra en lög um um­hverf­is­mat gera ráð fyr­ir. Álitið sem nú er komið út styður við og er í sam­ræmi við niður­stöður um­hverf­is­mats­skýrslu okk­ar, en á nokkr­um stöðum er væg­is­mat stofn­un­ar­inn­ar á um­hverf­isáhrif­um annað – sem er ekki óeðli­legt. Isa­via mun að sjálf­sögðu kapp­kosta að vinna í sam­ræmi við niður­stöðurn­ar til að lág­marka um­hverf­isáhrif, eins og við höf­um gert og ger­um áfram.“

Heimild: Mbl.is