Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum sem hafa metnað, sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt að vinna með öðrum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Verkfræðingur/tæknifræðingur á sviði stjórnkerfa
Fjölbreytt verkefni við kerfisathuganir og hönnun sjálfvirkra stjórnkerfa, eftirlit, prófanir og gangsetningar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði stjórnkerfa
- Þekking á gerð stýrirásateikninga er æskileg
- Reynsla í forritun stýrivéla og skjákerfa er æskileg
- Þekking á hönnun fjarskipta- og netkerfa er kostur
Jarðtækniverkfræðingur
Fjölbreytt verkefni á sviði jarðtækni og stíflugerðar innanlands og erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistarapróf í jarðtækni
- Reynsla í jarðtæknilegri hönnun er æskileg
- Reynsla í hönnun jarðstíflna er kostur
- Reynsla í notkun forrita til jarðtæknilegrar hönnunar er kostur
- Reynsla í notkun teikniforrita, Autocad og Civil 3D er kostur
Tækniteiknari
Fjölbreytt verkefni á sviði orku og samgangna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Próf í tækniteiknun
- Reynsla í notkun hönnunar- og teikniforrita s.s. Autocad, Civil 3D, Revit og Inventor
- Reynsla í þrívíddarteiknun er æskileg
- Góð kunnátta í Word og Excel er kostur
Brunahönnuður
Fjölbreytt brunahönnunarverkefni og gerð ýmissa greininga t.d. á áhættu, rýmingartíma og reykútbreiðslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistarapróf í verkfræði með áherslu á brunahönnun
- Þekking á líkanagerð brunaferla er æskileg
- Reynsla í notkun teikniforrita s.s. Autocad og Revit
- Starfsreynsla í faginu er æskileg
Hljóðhönnuður
Fjölbreytt hljóðhönnunarverkefni og ýmiss konar mælingar á hávaða, hljóði og titringi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistarapróf í verkfræði með áherslu á hljóðhönnun
- Þekking á algengum hljóðhönnunarforritum og mælitækjum/mæliaðferðum æskileg
- Reynsla í notkun teikniforrita s.s. Autocad og Revit
- Starfsreynsla í faginu er æskileg
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um á ráðningarvef Verkís fyrir 21. mars n.k.
Nánari upplýsingar veitir:
Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.