Home Fréttir Í fréttum 27.10.2023 Norðurhella 3 – lóð fyrir starfsemi í léttum iðnaði

27.10.2023 Norðurhella 3 – lóð fyrir starfsemi í léttum iðnaði

180
0

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í atvinnulóðina Norðurhella 3 í Hafnarfirði. Lóðin er 2.283,2 fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir byggingu á tveimur hæðum, alls 822 fermetrum.

<>

Nýtingarhlutfall lóðar er 0,36 og leyfileg hámarkshæð byggingar 7,5 metrum yfir gólfkóta. Byggingarreitur er 416 fermetrar með að hámarki 32 bílastæðum á lóð. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr.  28.430.514.- Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild.

Selhraun suður – athafnasvæði A7

Norðurhella 3 er innan skipulagssvæðis Selhraun suður á athafnasvæði A7 sem ætlað er fyrir atvinnustarfsemi í léttum iðnaði með lítilli hættu á mengun s.s. þjónustustarfsemi, hreinleg verkstæði, skrifstofur og umboðs- og heildverslanir.

Lóðin hentar ekki atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra á lóðum eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga. Ekki er heimilt að nota lóð austan byggingarreits fyrir útilagera, geymsluport og þess háttar. Gæta skal þess sérstaklega við hönnun húss á lóðinni að vandað sé til útlits austurhliðar (bakhliðar) til jafns við aðkomuhliðar.

Kröfur til umsækjanda

Umsækjandi skal leggja fram eftirfarandi gögn með tilboði í lóðina, ef umsækjandi uppfyllir ekki þessar kröfur mun tilboði ekki vera tekið:

  • Umsækjandi skal hafa jákvætt eigið fé síðustu 2 ár, leggja þarf fram áritaða ársreikninga af löggiltum endurskoðendum fyrir árin 2021 og 2022 því til staðfestingar
  • Umsækjandi skal sýna fram á eigið fé til framkvæmdar á lóðinni eða staðfestingu frá banka/fjármálastofnun um fjármögnun
  • Velta síðustu 2 ára skal að meðaltali vera yfir 200 milljónir króna á ári
  • Óflekkuð byggingarsaga síðustu 2 ár, staðfesting frá tryggingarfélagi og byggingarfulltrúa þar sem umsækjandi hefur starfað þá skal framkvæmdum við lóð og hús skal lokið innan 3 ára frá úthlutun.

Tilboðsfrestur er fyrir kl. 11 föstudaginn 27. október

Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 11 föstudaginn 27. október. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. Sótt er um lóðina á Mínum síðum á hafnarfjordur.is.

Ítarlegri upplýsingar

Heimild: Hafnarfjordur.is