Home Fréttir Í fréttum Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ

Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ

92
0
Mynd: Reykjanesbaer.is

Undirritun á viljayfirlýsingu fyrir opnun á fleiri íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ.

<>

Á sólríkum haustdegi þann 20. september síðastliðinn fékk Reykjanesbær afhenda við formlega athöfn raðhúsalengju við Stapavelli. Húsnæðið er nýjasti íbúðarkjarninn Þar sem velferðarsvið veitir sólarhringsþjónustu við fatlað fólk.

Í kjarnanum eru 7 íbúðir og eru 6 af þeim ætlaðar væntanlegum íbúum og ein íbúð er undir starfsmannaðstöðu þjónustukjarnans. Áformað er að þjónusta hefjist 2. október næstkomandi.

Þetta er fyrsti íbúðarkjarni fyrir fatlað fólk sem opnar í Reykjanesbæ frá því að þjónustukjarninn við Suðurgötu opnaði árið 2013.

Mynd: Reykjanesbaer.is

Þeir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Brynju leigufélags rituðu undir viljayfirlýsingu um byggingu fleiri íbúða sem ætlaðar eru til útleigu til handa öryrkjum í Reykjanesbæ.

Byggist áætlun þeirra meðal annars á því að hægt sé að fá mótframlag frá ríki og sveitarfélagi uppá 30% byggingarkostnaðar. Afgangurinn er síðan fjármagnaður með fjármagni sem Brynja leigufélag setur í verkið.

Brynja leigufélag áformar að stækka íbúðasafn sitt á svæðinu um 37 íbúðir á tímabilinu 2023-2026. Nú þegar hafa 7 þeirra verið afhentar til útleigu með afhendingu húsnæðisins að Stapavöllum.

Heimild: Reykjanesbaer.is