Home Fréttir Í fréttum Kynningarfundir varðandi Sundabraut

Kynningarfundir varðandi Sundabraut

74
0
Hér má sjá áhrifasvæði Sundabrautar.

Kynningarfundir á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar verða haldnir í októberbyrjun um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar.

<>

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun.

Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni.

Haldnir verða þrír kynningarfundir um framkvæmdina, á þessu stigi málsins, auk morgunfundar í streymi sem haldinn verður í húsnæði Vegagerðarinnar. Á fundunum verður fyrirhuguð framkvæmd kynnt ásamt áherslum í komandi umhverfismati og vinnu við breytingar á aðalskipulagi. Til skoðunar eru valkostir á legu Sundabrautar auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi.

Auk fulltrúa Vegagerðarinnar og Reykjavíkur verða á fundunum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.

Opnir kynningarfundir verða sem hér segir:

Klébergsskóli: þriðjudaginn 3. október kl. 18:00-19:30
Langholtsskóli: miðvikudaginn 4. október kl. 17:30-19:00
Rimaskóli: fimmtudaginn 5. október kl. 17:30-19:00

Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur.

Morgunfundur 6. október hjá Vegagerðinni
Morgunfundur verður haldinn föstudaginn 6. október kl. 9:00-10:15 í Sunnanvindi á 1. hæð í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundinum verður einnig streymt frá facebook-síðu Vegagerðarinnar.

Athugasemdir til 19. október 2023
Frekari upplýsingar er að finna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 19. október 2023. Sjá hér:

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, hefur lagt fram matsáætlun vegna umhverfismats Sundabrautar.
Með þessari verklýsingu eru boðaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 sem varða legu og útfærslu Sundabrautar: Sundabraut – verkefnislýsing – breytingar á aðalskipulagi AR40

Heimild: Vegagerðin