Home Fréttir Í fréttum Undirbúa framkvæmdir við nýtt baðlón

Undirbúa framkvæmdir við nýtt baðlón

246
0
Baðlónið verður við bakka Hvítár. Tölvuteikning/Mannverk

Fyr­ir­tækið Mann­verk und­ir­býr nú fram­kvæmd­ir við baðlón sem rísa á við Laug­ar­ás í Blá­skóga­byggð. Lónið, sem hef­ur hlotið nafnið Árböðin, verður staðsett í miðju upp­sveita Árnes­sýslu við bakka Hvítár.

<>

„Við vor­um svo heppn­ir árið 2015 að kom­ast yfir ein­staka lóð á þess­um frá­bæra stað, sem býður upp á fjölda tæki­færa í um­hverfi sem er ríkt af feg­urð, jarðvarma og metnaði fyr­ir ýmis kon­ar rækt­un sem og ferðaþjón­ustu,“ seg­ir Hjalti Gylfa­son, fram­kvæmda­stjóri Mann­verks.

Fram­kvæmd­ir á næsta ári
Áætlað er að fram­kvæmd­ir við lónið hefj­ist í upp­hafi næsta árs.

Seg­ir Hjalti mik­inn metnað fyr­ir því að Árböðin verði glæsi­leg og upp­lif­un gesta góð. Sér­stök áhersla var lögð á það við hönn­un lóns­ins að um fjöl­breytta upp­lif­un gesta yrði að ræða. Lónið byði upp á margþætta upp­lif­un, hvort sem það er í formi heitra eða kaldra baðsvæða, gufubaðs, slök­un­ar­rýma eða veit­inga.

Að sögn Hjalta verður baðlónið hæðaskipt. „Lónið sjálft er hannað þannig að vatnið flæðir í gegn, svo­lítið eins og ár­far­veg­ur og ferðalag gesta í gegn­um lónið end­ur­spegl­ar þetta flæði.“ Til að ferðast milli efra og neðra lóns fer gest­ur­inn niður í gegn­um gat í vatns­flet­in­um og kem­ur út í gegn­um lít­inn foss inn í neðra lónið. „Það verður mikið sjón­arspil að sjá fólk hverfa í gegn­um vatns­flöt­inn og birt­ast í gegn­um foss neðra lóns“.

T.ark sá um hönn­un og Efla um verk­fræðihönn­un. Tölvu­teikn­ing/​Mann­verk

Samið við reynslu­bolta
Mikið hef­ur verið lagt upp úr því í hönn­un­ar­ferl­inu að Árböðin falli vel inn í um­hverfið, að sögn Hjalta, en eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um er gert ráð fyr­ir að aðstaðan við lónið verði þakin gróðri. Þá verði bygg­ing­in ekki há­reist og jarðlit­irn­ir áber­andi.

„Úr lón­inu er óhindrað út­sýni yfir sveit­ina og á Vörðufell en einnig á eina fal­leg­ustu brú lands­ins yfir Hvítá,“ seg­ir Hjalti.

„Við feng­um T.ark arki­tekta til að sjá um arki­tekt­úr­inn og sömd­um svo við Eflu verk­fræðistofu um verk­fræðihönn­un. Báðir aðilar hafa víðtæka þekk­ingu og reynslu af sam­bæri­leg­um verk­efn­um og er út­kom­an eft­ir því.“

„Laug­ar­ás er ein­stak­ur staður og ég tel Árböðin geta verið skemmti­lega viðbót við þá upp­lif­un sem í boði er á svæðinu,“ seg­ir Hjalti. Tölvu­teikn­ing/​Mann­verk

Hrá­efni úr nærum­hverf­inu
Til viðbót­ar við lónið sjálft verður hvíld­ar­rými út­búið stöðugri heitri rign­ingu og saunu með út­sýn­is­glugga.

Þá er einnig gert ráð fyr­ir veit­ingastað með úti­svæði sem hægt verður að halda alls kyns viðburði á, til að mynda tón­leika, að sögn Hjalta.

„Laug­ar­ás er ein­stak­ur staður og ég tel Árböðin geta verið skemmti­lega viðbót við þá upp­lif­un sem í boði er á svæðinu. Þá sé ég einnig fjölda tæki­færa til sam­starfs við fyr­ir­tæki á svæðinu sem eru til að mynda í mat­væla­fram­leiðslu. Okk­ar von­ir standa til þess að sækja sem mest hrá­efni fyr­ir veit­ingastaðinn í nærum­hverfi lóns­ins.“

Heimild: Mbl.is