Home Fréttir Í fréttum Skipulag í nýju fangelsi á að minnka líkur á átökum

Skipulag í nýju fangelsi á að minnka líkur á átökum

95
0
Elsta byggingin að Litla-Hrauni er frá árinu 1929 og er friðuð. Síðan þá hefur margoft verið byggt við hana. Stefnt er að því að nýtt fangelsi verði sem mest undir einu þaki. Til hægri á myndinni sést gafl núverandi íþróttahúss og sennilega verður það eina húsið sem ekki verður rifið. RÚV – Benedikt Sigurðsson

Skipulag nýs fangelsis að Litla-Hrauni er ætlað að draga stórlega úr líkunum á því að út brjótist átök á milli fanga eins og reglulega gerist.

<>

Tilkynnt var í dag að bráðlega verði ráðist í að byggja nýtt fangelsi, rétt austan við Litla-Hraun. Skipulag þess gamla er langt frá því að fullnægja kröfum samtímans um mannsæmandi aðstæður.

Á það bæði við um þá sem þarna búa og starfsmenn. Í miðju porti Litla-Hrauns er torg þar sem allir fangar geta átt leið um. Og þar verða reglulega átök. Halldór Valur Pálsson er forstöðumaður Litla-Hrauns:

„Menn sem kannski rekast illa saman og við þurfum að tryggja öryggi þeirra beggja og öryggi annarra fanga getur þýtt að það verða árekstrar. Og þá er svona torg sem er svona miðja í stofnun þar sem allir hittast mjög óæskilegur staður.“

Hér sést heimsóknargangur Litla-Hrauns. Þar eru herbergin afar þröng og aðeins eitt salerni á hæðinni sem allir verða nota. Og oft eru margir í heimsókn á sama tíma.
RÚV – Benedikt Sigurðsson

Ráðið við þessu, segir Halldór, er að skipta hópnum betur upp. Til þessa verður horft við hönnun á nýju fangelsi. „Að húsið, eða byggingarnar, þær leysi þetta verkefni fyrir okkur; að skipta hópnum upp. Og við þurfum þá ekki að vera upptekin af því alla daga með okkar mannskap að tryggja öryggi þeirra.“

Heimild: Ruv.is