Home Fréttir Í fréttum Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni

Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni

71
0
Páll Winkel fangelsismálastjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á Litla-Hrauni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt fang­elsi verður byggt á Litla-Hrauni og mun það koma í staðinn fyr­ir það fang­elsi sem er þar nú.

<>

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi dóms­málaráðuneyt­is­ins á Litla-Hrauni í dag.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra kynnti áformin og sagði að und­ir­bún­ing­ur við fram­kvæmd­irn­ar myndi hefjast strax. Áætlaður kostnaður nem­ur 7 millj­örðum króna.

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri sagði tíðind­in marka tíma­mót og væri dag­ur­inn stærsti ein­staki dag­ur í sögu fang­els­is­mála síðari tíma.

Í ræðu sinni benti Páll á að Litla-Hraun hefði verið tekið í notk­un árið 1929 og að upp­haf­lega hafi það verið byggt sem sjúkra­hús, ekki fang­elsi.

Hann sagði að búið væri að byggja ít­rekað við hina upp­haf­legu bygg­ingu, ekki með neina sér­staka hug­mynda­fræði um fang­elsi eða betr­un að leiðarljósi. „Það er hættu­legt,“ sagði Páll.

Nýtt fang­elsi mun rísa á Litla-Hrauni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fjölga rým­um á Sogni
Þá greindi ráðherra einnig frá því að fjölga ætti rým­um á Sogni. Verða 14 ný rými tek­in í notk­un á næstu mánuðum en þegar eru 21 rými þar. Kostnaður við upp­bygg­ing­una nem­ur 350 millj­ón­um króna.

Með þess­ari ákvörðun er verið að bregðast við ábend­ing­um frá Umboðsmanni Alþing­is varðandi stöðu kvenna í fang­els­um. Í skýrsl­unni kom fram að staða kvenna í ís­lensk­um fang­els­um væri lak­ari en staða karla.

Áhersla lögð á ör­yggi
Við upp­bygg­ingu nýs fang­els­is á Litla-Hrauni verður byggt á nú­tíma þekk­ingu á sviði betr­un­ar og ör­ygg­is­mála, með hags­muni fanga, starfs­manna og fjöl­skyldna fanga í huga.

Áhersla verður lögð á bætt ör­yggi, ekki síst fanga og starfs­fólks, en einnig á bætt­an aðbúnað heim­sókn­ar­gesta, þar sem gætt verður sér­stak­lega að þörf­um barna.

Sam­hliða um­bót­um á innviðum fang­elsis­kerf­is­ins verður farið í end­ur­skoðun fulln­ustu­laga með áherslu á betr­un og nú­tíma­lega nálg­un. Ráðherra sagði um­rædda end­ur­skoðun tíma­bæra í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslu eft­ir­lits­stofn­ana þings­ins og alþjóðlegra eft­ir­lits­stofn­ana.

Heimild: Mbl.is