Home Fréttir Í fréttum Búist við að við­gerð á sænsku hrað­braut­inni verði afar dýr

Búist við að við­gerð á sænsku hrað­braut­inni verði afar dýr

106
0
Mynd: Ruv.is

Viðgerð á E6 hraðbrautinni norðan við sænsku borgina Gautaborg og byggingum sem skemmdust getur kostað hundruð milljóna eða jafnvel milljarða sænskra króna. En fleira getur hangið á spýtunni.

<>

Stór hluti af hraðbrautinni fór í sundur, um það bil 150 metra langur kafli, þegar jarðvegur undir henni gaf sig aðfaranótt laugardags. Einnig skemmdust byggingavöruverslun, bensínstöð og skyndibitastaður. Vegurinn, sem liggur til Noregs, verður lokaður næstu mánuði.

Mikil uppbygging er því framundan og Johan Nimmermark, áhættumatssérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Sweco, segir augljósan kostnað liggja í viðgerð á veginum og öðrum skemmdum mannvirkjum. Síður augljóst, en kostnaðarsamt, er að beina umferð annað meðan á framkvæmdum stendur og ekki síður sá afleiddi kostnaður sem fyrirtæki á svæðinu verði fyrir.

Heimild: Ruv.is