F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Úlfarsfellsvegur. Endurbygging vegar 2023, útboð 15907
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða endurnýjun á burðarlagi og lögn tvöfaldrar klæðingar (K2) á Úlfarsfellsveg. Breikka þarf veg á nokkrum stöðum. Djúpfræsa skal núverandi yfirborð vegar sem er að stærstum hluta klætt með úthefluðu fræsi og yfirborð vegar síðan heflað og þjappað. Þá skal jafna út 50 mm þykku lagi af mulningi (0-25 mm) og að lokum skal leggja tvöfalda klæðingu á veginn, yfirborðsmerkja hann og koma fyrir kantstikum í vegköntum.
Helstu magntölur eru:
- Djúpfræsun 17.700 m2
- Afrétting og þjöppun undir klæðningu 17.700 m2
- Grúsarfylling 700 m3
- Mulningur 0 – 25 mm 17.700 m2
- Tvöföld klæðing (K2) 17.150 m2
- Yfirborðsmerkingar 8.175 m
- Kantstikur 108 stk
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00 þann 18. september 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:15 þann 2. október 2023.