Home Fréttir Í fréttum Skilti féll á Breiðholtsbraut eftir árekstur

Skilti féll á Breiðholtsbraut eftir árekstur

109
0
Lögreglan mætti á vettvang um hádegi þar sem skiltið lá þvert yfir Breiðholtsbrautina. Ljósmynd/Aðsend

Um­ferðar­skilti við Breiðholts­braut féll yfir veg­inn þegar krani á vöru­bíl rakst í það fyrr í dag.

<>

Gunn­ar Hilm­ars­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir við mbl.is að þarna hafi vöru­bif­reiðar­stjóri verið við akst­ur en kran­inn á bíln­um hafi verið bilaður og gat bíl­stjór­inn því ekki dregið hann niður.

Þá rakst kran­inn í skiltið þegar hann var við akst­ur á Breiðholts­braut, með þeim af­leiðing­um að skiltið féll á veg­inn.

Til­kynn­ing barst lög­reglu kl. 11:46 og þegar viðbragðsaðilar mættu á vett­vang var ljóst að eng­an hafði sakað og að eng­inn bíll lent und­ir skilt­inu.

Gunn­ar reikn­ar með því að nú sé búið að fjar­læga skiltið af veg­in­um, enda eru þrír tím­ar liðnir síðan það datt.

Skiltið féll þegar krani á vöru­bíl rakst í það. Ljós­mynd/​Aðsend

Heimild: Mbl.is