Home Fréttir Í fréttum Heimilað að rífa Íslandsbankahús

Heimilað að rífa Íslandsbankahús

169
0
Íslandsbankahúsið hefur látið verulega á sjá síðustu árin. mbl.is/Hákon

Bygg­inga­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur veitt leyfi til að rífa Íslands­banka­húsið á Kirkju­sandi 2. Það var sem kunn­ugt er dæmt ónýtt vegna myglu.

<>

Á fundi bygg­inga­full­trúa hinn 12. sept­em­ber sl. var tek­in til af­reiðslu ósk um niðurrif á hús­inu, sem er 6.916 fer­metr­ar að stærð.

Er­indið var samþykkt en samþykki heil­brigðis­eft­ir­lits áskilið sem og loka­út­tekt bygg­inga­full­trúa. Tekið er fram í bók­un að er­ind­inu hafi fylgt yf­ir­lit yfir flokk­un fram­kvæmda­úr­gangs. Þegar emb­ætt­is­menn fjölluðu um ósk um niðurrif á fyrri stig­um var meðal ann­ars tekið fram að slíkt yf­ir­lit vantaði. Kirkju­sand­ur 2 er hús af þeirri stærðargráðu að gíf­ur­legt magn efna fylg­ir niðurrif­inu og því þarf að farga.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is