Home Fréttir Í fréttum Alls mættu um 23 þúsund gest­ir á sýn­ing­una Verk og vit

Alls mættu um 23 þúsund gest­ir á sýn­ing­una Verk og vit

73
0
Verk og vit

 

<>

Alls mættu um 23 þúsund gest­ir á sýn­ing­una Verk og vit sem fór fram í Laug­ar­dals­höll um helg­ina og hef­ur fjöld­inn aldrei verið meiri. Á síðustu sýn­ingu, sem hald­in var árið 2008, mættu um átján þúsund manns. Níu­tíu sýn­end­ur tóku þátt og kynntu fyr­ir gest­um vör­ur sín­ar og þjón­ustu.

„Það er greini­legt að Verk og vit hef­ur skipað sér mik­il­væg­an sess hjá fagaðilum til að hitt­ast og mynda viðskipta­sam­bönd. Við viss­um fyr­ir að fagaðilar yrðu áhuga­sam­ir en það er aug­ljóst að al­menn­ing­ur hef­ur líka áhuga á að skoða það sem fyr­ir­tæki í þess­um geira hafa fram að færa. Það sjá­um við meðal ann­ars á þeim mikla fjölda sem lagði leið sína í Laug­ar­dals­höll um helg­ina. Sýn­ing­in tókst mjög vel og sýn­end­ur lögðu sig alla fram,“ er haft eft­ir Ingi­björgu Grétu Gísla­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra sýn­ing­ar­inn­ar, í til­kynn­ingu.

Sýn­ing­in Verk og vit er ætluð fagaðilum sem koma að bygg­inga- og mann­virkja­gerð á ýms­um stig­um, s.s. sveit­ar­fé­lög­um, verk­tök­um, iðnaðar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, hönnuðum og ráðgjöf­um.

Fram­kvæmdaaðili sýn­ing­ar­inn­ar er AP al­manna­tengsl og sam­starfsaðilar eru at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, Lands­bank­inn, LNS Saga, Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök iðnaðar­ins.

Heimild: Mbl.is