Home Fréttir Í fréttum Fjárlög 2024: Framkvæmdir við Ölfusárbrú hefjast

Fjárlög 2024: Framkvæmdir við Ölfusárbrú hefjast

172
0
Nýja brúin á Ölfusá verðu 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju. Mynd/Vegagerðin

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 hefur verið lagt fram á Alþingi. Framlög til verkefna innviðaráðuneytis nema 111,6 milljörðum króna og þar af nema framlög til samgöngumála 53 milljörðum króna. Um er að ræða hækkun um 3,6 milljarða eða um 7,3%.

<>

Það sem ber hvað hæst er að framkvæmdir munu hefjast við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar sem beðið hefur verið eftir lengi. Verður um að ræða mikla samgöngubót á Suðurlandi, sem er eitt af stærri ferðamannsvæðum landsins.

Áfram unnið að því að auka öryggi á stofnvegum í kringum höfuðborgarsvæðið og fækkun einbreiðra brúa á hringvegi heldur áfram með framkvæmdum við hringveg um Hornafjarðarfljót þar sem einbreiðum brúm fækkar um þrjár. Einnig verður unnið að framkvæmdum utan hringvegar sem fela í sér fækkun einbreiðra brúa, þar af lýkur fimm verkefnum á árinu 2024.

Framkvæmdir og viðhald á flugvöllum og höfnum
Aukin áhersla verður á uppbyggingu innanlandsflugvalla og samhliða verður unnið að uppbyggingu minni lendingarstaða svo þeir geti þjónað hlutverki sínu vegna sjúkra- og almannaflugs.

Áfram verður unnið að uppbyggingu hafnarmannvirkja annars vegar í gegn um hafnarbótarsjóð og hins vegar framkvæmdir við vita og hafnir en meðal helstu verkefna eru endurbygging og endurbætur hafna í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum.

Heimild: Sunnlenska.is