Home Fréttir Í fréttum Borgin auglýsir Perluna til sölu

Borgin auglýsir Perluna til sölu

92
0
Perlan í Öskjuhlíð. Mynd: Vb.is

Stærð hússins og tanka er um 5800 fer­metrar og er fast­eigna­mat um fjórir milljarðar.

<>

Borgar­ráð sam­þykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjár­mála- og á­hættu­stýringar­sviði, eigna­skrif­stofu, að hefja sölu­ferli á eign Reykja­víkur­borgar Perlunni auk tveggja vatns­tanka í Öskju­hlíð við Varma­hlíð 1.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá borginni en þar segir að tekist hafi að snúa rekstri hússins úr ára­tuga­löngu tapi í arð­bæra leigu.

Sam­kvæmt til­kynningu er fast­eigna­mat Perlunnar 4 milljarðar.

„Á þeim tíu árum sem liðin eru frá kaupum borgarinnar á Perlunni hefur orðið al­gjör við­snúningur á rekstrinum og standa tekjur vel undir kostnaði. Hús­næðið var aug­lýst til leigu og er nú­verandi leigu­taki Perla norðursins ehf. sem hefur þróað hana sem á­huga­verðan á­fanga­stað í Reykja­vík.“

Stærð hússins og tanka er um 5800 fer­metrar og er fast­eigna­mat 3.942.440.000 krónur.

Hita­veita Reykja­víkur byggði Perluna og var hún opnuð árið 1991. Reykja­víkur­borg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatns­tanka af Orku­veitu Reykja­víkur.

Á þeim tíma sem kaupin fóru fram stóð rekstur hússins ekki undir sér og tekjur rétt nægjan­legar fyrir fast­eigna­gjöldum og lóðar­leigu, samkvæmt borginni.

Töpuðu 7 milljörðum á 6 mánuðum
Árs­hluta­reikningur Reykja­víkur­borgar til júní var lagður fyrir borgar­ráð í dag en reikningurinn sýnir að rekstrar­niður­staða saman­tekins A- og B-hluta var nei­kvæð um 6,7 milljarða króna.

Er það langt frá á­ætlun borgarinnar sem gerði ráð fyrir að reksturinn yrði já­kvæður um 6 milljarða.

Niður­staðan er því 12,8 milljörðum króna lakari en á­ætlanir borgarinnar gerðu ráð fyrir.

Heimild: Vb.is