Home Fréttir Í fréttum Þýðir 20 milljónir króna á hverja íbúð

Þýðir 20 milljónir króna á hverja íbúð

175
0
Áformað er að reisa um 150 íbúðir á reitnum sem er við höfnina. Teikning/Atelier arkitektar

Vina­byggð, dótt­ur­fé­lag Íslenskr­ar fjár­fest­ing­ar, seldi Fjalla­sól, dótt­ur­fé­lagi Langa­sjáv­ar, fjór­ar fast­eign­ir á Kárs­nesi í maí í fyrra á 1.500 millj­ón­ir króna.

<>

Nú í sum­ar greiddi Fjalla­sól um einn og hálf­an millj­arð fyr­ir tvær fast­eign­ir og bygg­ing­ar­rétt á sama reit og hef­ur því fjár­fest fyr­ir um þrjá millj­arða á reitn­um.

Sam­kvæmt deili­skipu­lagi verður heim­ilt að byggja um 150 íbúðir á reitn­um og sam­svar­ar kaup­verðið, að meðtöld­um bygg­ing­ar­rétti og öðrum gjöld­um, því um 20 millj­ón­um króna á íbúð.

Á nú sex eign­ir af sjö

Um er að ræða reit 13 á Kárs­nesi en þegar Fjalla­sól gerði kaup­samn­ing­inn við Vina­byggð í maí í fyrra lá fyr­ir til­laga að breyttu deili­skipu­lagi fyr­ir Bakka­braut 2-4, Bryggju­vör 1, 2 og 3 og Þing­hóls­braut 77 og 79.

Fjalla­sól hef­ur nú eign­ast sex af þess­um sjö fast­eign­um en sú sjö­unda, Þing­hóls­braut 79, er auð lóð í eigu bæj­ar­ins.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Heimild: Mbl.is