Home Fréttir Í fréttum Ræða eingöngu samruna við Reiti

Ræða eingöngu samruna við Reiti

116
0
Eik á m.a. skrifstofuhúsnæði í Álfheimum 74 og á Smáratorgi 3 og verslunarhúsnæði á Glerártorgi. Kristinn Magnússon

Bjarni Kristján Þor­varðar­son formaður stjórn­ar fast­eigna­fé­lags­ins Eik­ar árétt­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið að einu form­legu sam­ein­ing­ar­viðræðurn­ar sem í gangi eru milli fast­eigna­fé­laga í kaup­höll­inni séu á milli Eik­ar og Reita, að minnsta kosti hvað Eik viðkem­ur.

<>

Til­efnið er frétt mbl.is á föstu­dag þar sem sagt er frá því að ekki væri úti­lokað að Brim­g­arðar, stærsti eig­andi Eik­ar, samþykki yf­ir­töku­til­boð Reg­ins í Eik.

Í frétt­inni er sagt að viðræður standi yfir á milli hlut­hafa­hópa fé­lag­anna tveggja.

Bjarni Kristján Þor­varðar­son formaður stjórn­ar fast­eigna­fé­lags­ins Eik­ar. Eggert Jó­hann­es­son

Einu form­legu viðræðurn­ar
Reg­inn gerði sem kunn­ugt er yf­ir­töku­til­boð í Eik um miðjan júní sl. Síðar í sama mánuði greindi Morg­un­blaðið frá því að Brim­g­arðar, stærsti hlut­hafi Eik­ar, legðist gegn yf­ir­töku­til­boðinu.

„Það er of­ureðli­legt að Reg­inn, sem er með yf­ir­töku­til­boð í gangi, reyni að vinna að fram­gangi sinna mála. En einu form­legu viðræðurn­ar eru á milli Reita og Eik­ar,“ seg­ir Bjarni.

Lestu meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is