
Bjarni Kristján Þorvarðarson formaður stjórnar fasteignafélagsins Eikar áréttar í samtali við Morgunblaðið að einu formlegu sameiningarviðræðurnar sem í gangi eru milli fasteignafélaga í kauphöllinni séu á milli Eikar og Reita, að minnsta kosti hvað Eik viðkemur.
Tilefnið er frétt mbl.is á föstudag þar sem sagt er frá því að ekki væri útilokað að Brimgarðar, stærsti eigandi Eikar, samþykki yfirtökutilboð Regins í Eik.
Í fréttinni er sagt að viðræður standi yfir á milli hluthafahópa félaganna tveggja.

Einu formlegu viðræðurnar
Reginn gerði sem kunnugt er yfirtökutilboð í Eik um miðjan júní sl. Síðar í sama mánuði greindi Morgunblaðið frá því að Brimgarðar, stærsti hluthafi Eikar, legðist gegn yfirtökutilboðinu.
„Það er ofureðlilegt að Reginn, sem er með yfirtökutilboð í gangi, reyni að vinna að framgangi sinna mála. En einu formlegu viðræðurnar eru á milli Reita og Eikar,“ segir Bjarni.
Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is