Home Fréttir Í fréttum Allar lóðir í Hamranesi eru seldar

Allar lóðir í Hamranesi eru seldar

167
0
Mikill kraftur er í allri uppbyggingu í Hamranesi um þessar mundir. Fjöldi krana á svæðinu segir sitt. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið er byggt og marg­ir eru flutt­ir inn í ný­byggð hús í Hamra­nes­hverfi í Hafnar­f­irði. Gert er ráð fyr­ir alls 1.900 íbúðum í hverf­inu full­byggðu og þegar eru nærri 1.600 íbúðir, eða um 84% af heild­inni, ým­ist til­bún­ar eða á bygg­ing­arstigi.

<>

Gert er ráð fyr­ir að íbú­ar í Hamra­nesi verði, þegar fram­kvæmd­um er lokið, alls 4.750 tals­ins miðað við þann stuðul að íbú­ar í hverri eign séu 2,5.

Hamra­nes er samliggj­andi Völl­um og Skarðshlíð í syðsta hluta Hafn­ar­fjarðarbæj­ar og gert er ráð fyr­ir að þegar allri upp­bygg­ingu er lokið verði íbú­ar í þess­um hluta bæj­ar­ins rúm­lega 12.000 tals­ins.

„All­ar lóðir í Hamra­nesi hafa verið seld­ar. Raun­ar má segja að all­ar lóðir sem verk­tak­ar sækj­ast eft­ir hér í bæ fari mjög fljótt út. Áhug­inn er mik­ill,“ seg­ir Árdís Ármanns­dótt­ir sam­skipta­stjóri Hafn­ar­fjarðarbæj­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Meira í Morg­un­blaðinu í gær, mánu­dag.

Heimild: Mbl.is