Home Fréttir Í fréttum Bjóða út framkvæmdir við Fossvogsbrú

Bjóða út framkvæmdir við Fossvogsbrú

133
0
Búast er við að framkvæmdir vegna fyllinga við brúna geti hafist í lok árs. Teikning/Efla og BEAM

„Sam­kvæmt nú­ver­andi tíma­áætl­un þá er bú­ist við því að við get­um á þessu ári farið að bjóða út fram­kvæmd­ir vegna fyll­ing­anna fyr­ir brúna,“ seg­ir Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri Sam­gangna ohf.

<>

Bú­ist er við að fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú hefj­ist í lok árs. Ein­ung­is er um að ræða vinnu vegna fyll­ing­ar við brúna en brú­ar­smíðin sjálf verður boðin út á næsta ári, seg­ir Davíð.

Fyrsta fram­kvæmd Borg­ar­línu 

Um er að ræða fyrstu fram­kvæmd Borg­ar­línu sem gerð er fyrst og fremst vegna henn­ar, seg­ir Davíð. Sums staðar, í nýj­um hverf­um, hef­ur þó verið gert ráð fyr­ir Borg­ar­lín­unni og því ekki um að ræða fyrstu eig­in­legu fram­kvæmd­ina.

Í því sam­hengi nefn­ir Davíð jafn­framt að búið sé að leggja ansi marga kíló­metra af hjóla- og göngu­stíg­um sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­an­um, auk ým­issa vega­fram­kvæmda, sem þó séu ekki hluti af Borg­ar­línu held­ur Sam­göngusátt­mál­an­um sem inni­held­ur Borg­ar­línu. 

Borg­ar­línu og sam­göngusátt­mála ruglað sam­an 

Hann seg­ir al­gengt að Borg­ar­línu og Sam­göngusátt­mál­an­um sé ruglað sam­an. Búið er að fram­kvæma ým­is­legt vegna Sam­göngusátt­mál­ans en ekki vegna borg­ar­línu.

Aðspurður seg­ir hann ekki komna neina tíma­áætl­un vegna annarra fram­kvæmda.

Sem stend­ur er unnið að upp­færslu á Sam­göngusátt­mál­an­um, bæði tíma- og kostnaðaráætl­un­um. Þeirri upp­færslu á að ljúka í nóv­em­ber og þá verður hægt að gefa út ná­kvæm­ari tíma­áætlan­ir.

„Þannig að það eru engar tíma­áætlan­ir varðandi neitt annað í bili,“ seg­ir Davíð.

Mest­ur pen­ing­ur í stofn­vegi

Eins og Davíð seg­ir er unnið að upp­færslu á öll­um Sam­göngusátt­mál­an­um. Sátt­mál­inn snýr fyrst og fremst að stofn­vega­fram­kvæmd­um, svo Borg­ar­línu og hjóla- og göngu­stíg­um, seg­ir Davíð sem bæt­ir við að mest­ur pen­ing­ur sam­kvæmt sátt­mál­an­um eigi að fara í stofn­vegi.

Má bú­ast við því að það verði for­gangsraðað eft­ir því?  

„Það eru stjórn­mála­menn­irn­ir sem að ákveða það. Við kom­um með til­lög­ur og erum að upp­færa áætlan­ir. Síðan eru það ríkið og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu sem ákveða hvernig upp­færður sátt­máli lít­ur út. Hvort það verði ein­hverj­ar breyt­ing­ar og þá hverj­ar,“ seg­ir Davíð. 

Að lok­um bæt­ir Davíð við:

„Það er ekk­ert mál að gera tvennt í einu, það er ekk­ert mál að byggja veg og Borg­ar­línu á sama tíma. Enda ekk­ert sem seg­ir að það sé ekki hægt að gera tvennt í einu.“

Heimild: Mbl.is