Home Fréttir Í fréttum Galli í lakki á gólfi Laugardalshallar

Galli í lakki á gólfi Laugardalshallar

151
0
Svona var umhorfs þegar búið var að slípa gólfið. Lakka þurfti það að nýju og svo að leggja línur. mbl.is/sisi

Í sum­ar hef­ur verið unnið að lag­fær­ing­um á gólfi aðalsal­ar Laug­ar­dals­hall­ar. Nýtt par­ket var lagt í fyrra í kjöl­far heita­vatnsleka sem varð í nóv­em­ber 2020.

<>

Gólfið var lakkað en í ljós kom að galli var í lakk­inu og það byrjaði að flagna af. Því þurfti að slípa gólfið og lakka það að nýju. Á milli um­ferða þarf að gefa lakk­inu tíma til að þorna. Að því búnu eru lín­ur lagðar á gólfið.

Það er flók­in og tíma­frek ná­kvæmn­is­vinna enda keppt í mörg­um íþrótta­grein­um í hús­inu, fyrst og fremst í hand­bolta, körfu­bolta og blaki. Starfs­menn hjá Sport-Tækj­um ehf. ann­ast verkið.

Þar sem leggja þurfti nýtt par­ket var tæki­færið notað til að end­ur­nýja búnað húss­ins. Sett var upp ný lýs­ing og hljóðkerfi sem upp­fyll­ir nú­tíma­kröf­ur við íþrótta­keppni og notk­un húss­ins sem fjöl­nota­húss. Húsið var til­búið til notk­un­ar í fyrra­haust og varð að nýju vett­vang­ur lands­leikja í inn­an­hússíþrótt­um.

Að sögn Birg­is Bárðar­son­ar fram­kvæmda­stjóra Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar er stefnt að því að húsið kom­ist í gagnið fyr­ir mánaðamót. Mikið er um að vera í hús­inu í ág­úst­mánuði. Má þar þar nefna að skrán­inga­hátíð fyr­ir Reykja­vík­ur­m­araþon var í frjálsíþrótta­saln­um og 31. ág­úst hefst iðnaðar­sýn­ing, sem einnig verður í frjálsíþrótta­saln­um.

Enda þótt hlé hafi orðið á kapp­leikja­haldi vegna heita­vatns­leik­ans gegndi Laug­ar­dals­höll mik­il­vægu hlut­verki í bar­átt­unni gegn Covid-19. Mánuðum sam­an fóru fram fjölda­bólu­setn­ing­ar í Höll­inni.

Heimil: Mbl.is