Home Fréttir Í fréttum SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt

SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt

99
0
Samtök iðnaðarins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnu sína í íbúðauppbyggingu

Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna.

<>

Bent er á að samkvæmt könnun Prósents vilji leigjendur frekar búa í eigin húsnæði en hafi ekki kost á öðru. Samtökum iðnaðarins finnst að rammaáætlun að taka frekara mið af því og vilja að stjórnvöld stigi inn og tryggi að íbúðauppbygging verði í takt við þarfir og óskir landsmanna. Þau segja stjórnvöld ekki eiga að festa fólk á leigumarkaði.

„Samtök iðnaðarins telja ólíklegt að markmið rammasamnings stjórnvalda um 35.000 íbúðir náist, nema stjórnvöld beiti sér með markvissum hætti fyrir því að auka uppbyggingu íbúða umfram það sem nú er gert,“ segir í greiningu Samtakanna.

Þar er bent á að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áætli að á fyrstu 3 árum samningsins verði fjöldi nýbyggðra íbúða undir þörf og markmiðum samningsins, eða um það bil 4.360 íbúðir samanlagt.

„Það er mat Samtaka iðnaðarins að stjórnvöld eigi að hjálpa landsmönnum að eignast sitt eigið húsnæði frekar en að festa fólk á leigumarkaði. Sveitarfélögin bera þar ríkulega ábyrgð að skapa forsendur til þess að framboð íbúða sé nægjanlegt og að þær séu á viðráðanlegu verði,“ segja samtökin jafnframt.

Sjá frekar.

Heimild:Visir.is