Home Fréttir Í fréttum Tók fyrstu skóflustunguna á gröfu

Tók fyrstu skóflustunguna á gröfu

149
0
Innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna á gröfu. Samsett mynd

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra, tók í gær fyrstu skóflu­stung­una vegna fram­kvæmd­anna á Arn­ar­nes­vegi, þriðja áfanga, milli Rjúpna­veg­ar og Breiðholts­braut­ar. Sig­urður Ingi tók fyrstu skóflu­stung­una á gröfu og virt­ist kunna vel til verka á tæk­inu.

<>

Um er að ræða 1,9 kíló­metra vegakafla, tvö hring­torg, tvær brýr fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur og göngu- og hjóla­stíga, sem sam­tals nema um 2,5 kíló­metra.

Í sam­tali við blaðamann mbl.is kvaðst ráðherra fagna upp­hafi fram­kvæmda enda ein fyrstu áherslna sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins og því eitt af stærri verk­um Betri sam­gangna.

„Þetta gjör­breyt­ir bara öllu sam­göngu­mynstri og ferðum hérna,“ seg­ir Sig­urður Ingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Breyt­ir sam­göngu­mynstri
„Þetta gjör­breyt­ir bara öllu sam­göngu­mynstri og ferðum hérna,“ seg­ir Sig­urður Ingi. „Svo auðvitað fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur verður þetta gríðarleg ör­ygg­is­bót.“

Spurður hvort afurð verk­efn­is­ins muni ráða bót á um­ferðartepp­um eins og þeirri sem sást í morg­un kveðst ráðherra ekki ef­ast um það. „En ekki fyrr en 1. ág­úst, 2026. Verktak­inn ætl­ar að klára þetta þá, þetta er stórt verk­efni.“

Áætluð verklok eru 2026 en verkið er sam­starfs­verk­efni milli Vega­gerðar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Kópa­voga­bæj­ar, Betri sam­gangna ohf., Veitna og Mílu.

Heimild: Mbl.is