Home Fréttir Í fréttum Mokað ofan í grunninn bak við Stjórnarráðshúsið og tyrft

Mokað ofan í grunninn bak við Stjórnarráðshúsið og tyrft

170
0
Óvissa er um framhaldið. mbl.is/Eyþór

Í kjöl­far frest­un­ar á verk­leg­um fram­kvæmd­um við Stjórn­ar­ráðshúsið var ákveðið að slétta og tyrfa svæðið til bráðabirgða, en stór grunn­ur var á lóðinni vegna viðbygg­ing­ar sem átti að reisa.

<>

Forn­leifa­upp­greftri á svæðinu er lokið og stóð til að við tækju fram­kvæmd­ir við viðbygg­ing­una, en þeim var slegið á frest í vor vegna aðhaldsaðgerða í rík­is­fjár­mál­um. Að sögn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra hef­ur verk­efnið verið lengi á teikni­borðinu og voru upp­haf­lega boðuð verklok í ár.

Und­an­farna ára­tugi hef­ur Stjórn­ar­ráð Íslands verið til húsa í nokkr­um bygg­ing­um, meðal ann­ars í leigu­hús­næði í eigu nokk­urra aðila og hef­ur því lengi verið stefnt að því að reisa viðbygg­ingu við gamla Stjórn­ar­ráðshúsið og koma allri starf­semi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins fyr­ir á ein­um stað. Ekki er ljóst hvenær fram­kvæmd­ir hefjast að nýju.

Heimild: Mbl.is