Home Fréttir Í fréttum Breikkun Hafnarvegar á Borgarfirði eystra skal lokið fyrir næsta sumar

Breikkun Hafnarvegar á Borgarfirði eystra skal lokið fyrir næsta sumar

96
0
Glögglega má sjá á myndinni að Hafnarvegurinn er í mjórri kantinum sem veldur töfum og hættu þegar umferðarþunginn er sem mestur. Mynd AE

Fyrr í sumar hóf Vegagerðin að breikka Hafnarveginn, sem svo er kallaður, á Borgarfirði eystra en það er vegspottinn úr þorpinu og inn að Hafnarhólma. Framkvæmdum skal lokið fyrir næsta sumar.

<>

Hávær köll hafa verið lengi eftir breikkun vegarins enda í raun aðeins ein akrein í báðar áttir og það fyrir löngu farið að valda bæði vandræðum og jafnvel óhöppum með snarvaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja Hafnarhólmann.

Stór hluti þeirra koma á svæðið með rútum eða stærri bílum sem eiga á löngum köflum bágt með að mætast. Nokkrar úrbætur voru gerðar árið 2018 vegna þessa en dugðu skammt og áfram er gert ráð fyrir meiri aukningu í komum ferðamanna á svæðið á næstu árum.

Breikkun hófst fyrr í sumar af hálfu Vegagerðarinnar og þar gera menn ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir næsta sumar.

Heimild: Austurfrett.is