Home Fréttir Í fréttum 1,2 milljarða hagnaður Húsasmiðjunnar

1,2 milljarða hagnaður Húsasmiðjunnar

111
0
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Tekjur byggingavöruverslunarinnar námu rúmlega 27 milljörðum króna í fyrra og jukust um 14% frá fyrra ári.

<>

Húsasmiðjan hagnaðist um rúmlega 1,2 milljarða króna á síðasta ári, sem er svipuð afkoma og árið áður.

Tekjur námu rúmlega 27 milljörðum króna og jukust um 14% frá fyrra ári. Framlegð nam tæplega 9 milljörðum og jókst um 8% milli ára.

Mynd: Vb.is

Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 400 milljónir króna í arð til hluthafa í ár. Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar.

Heimild: Vb.is