Home Fréttir Í fréttum Hefur byggt og selt nokkur hundruð íbúðir

Hefur byggt og selt nokkur hundruð íbúðir

233
0
Valdimar Grímsson athafnarmaður og fyrrverandi handboltakappi, hefur sem fyrr mörg járn í eldinum. mbl.is/Árni Sæberg

Valdi­mar Gríms­son var þjóðþekkt­ur hand­boltamaður þegar hann hóf að byggja upp versl­un­ar­rekst­ur. Það gerði hann með kaup­um á Lysta­dún-Snæ­land og fleiri fyr­ir­tækj­um í kjöl­farið. Versl­an­irn­ar selja nú rúm, glugga­tjöld og ann­an hús­búnað og seg­ist Valdi­mar finna fyr­ir hagsveifl­unni í rekstri þeirra.

<>

„Sal­an eykst með fleiri ný­bygg­ing­um. Það er klárt mál. Við finn­um það til dæm­is núna í hús­gagna­geir­an­um að það er sam­drátt­ur eft­ir far­sótt­ina,“ seg­ir Valdi­mar sem er sam­hliða að selja nýj­ar íbúðir. Það er hugs­an­lega eins­dæmi hjá hús­gagna- og gard­ínu­sala á Íslandi.

Byggt víða um landið
Frá ár­inu 2014 hef­ur Valdi­mar komið að upp­bygg­ingu íbúða víðs veg­ar um land í gegn­um fé­lög­in Hús­virkja og Boxhús. Fé­lög­in hafa sam­tals byggt hundruð íbúða í Reykja­vík, á Akra­nesi og á Ak­ur­eyri.

Dun­hagi 18-20 er meðal þeirra upp­bygg­ing­ar­verk­efna sem Valdi­mar Gríms­son og sam­starfs­fé­lag­ar hans hafa komið að. Árni Sæ­berg

Valdi­mar stofnaði fyrsta fyr­ir­tækið sex­tán ára og mætti stund­um á landsliðsæfing­ar í pollagalla út­ötuðum í sýru úr raf­geym­um sem lýstu leiði í kirkju­görðum. Vakti það litla hrifn­ingu hjá Bogd­an Kowalczyk landsliðsþjálf­ara.

Valdi­mar seg­ist í viðtali við ViðskiptaMogg­ann eiga for­eldr­um sín­um og helstu áhrifa­völd­um í hand­knatt­leik mikið að þakka. Hann hafi erft þann hæfi­leika frá föður sín­um að sjá tæki­færi í hverri stöðu. Sá hæfi­leiki hafi nýst vel þegar hann sá tæki­færi í samruna fyr­ir­tækja.

Nán­ar er rætt við Valdi­mar í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is