Home Fréttir Í fréttum Nýtt íbúðarhús á Rauðarárstíg

Nýtt íbúðarhús á Rauðarárstíg

87
0
Enn eitt húsið í nágrenni Hlemms sem breytt verður í íbúðir ef áform eigandans ganga eftir mbl.is/sisi

Á und­an­förn­um árum hef­ur íbúðum fjölgað í hverf­um í grennd við Hlemm. Eldri verk­smiðju­bygg­ing­ar hafa vikið fyr­ir nýj­um fjöl­býl­is­hús­um og einnig hef­ur verk­smiðju- og skrif­stofu­bygg­ing­um verið breytt í íbúðir. Nú eru uppi áform um að breyta enn einu skrif­stofu­hús­inu í íbúðir, þ.e. Rauðar­ár­stíg 27.

<>

Eig­andi húss­ins sendi er­indi til bygg­inga­full­trúa Reykja­vík­ur þar sem sótt er um leyfi til að breyta notk­un at­vinnu­hús­næðis á 2.-4. hæð, fjölga fast­eign­um og inn­rétta íbúðir, sex á hverri hæð, alls 18 íbúðir, ásamt hjóla- og vagna­skýli á lóð til aust­urs við hús á lóð nr. 27 við Rauðar­ár­stíg.

Þetta er rauðbrúnt hús sem marg­ir kann­ast við. Ríkið hef­ur haft skrif­stofu­hús­næðið á leigu á und­an­förn­um árum. Þar hef­ur ut­an­rík­is­ráðuneytið verið með starf­semi, þar á meðal þýðing­armiðstöð ráðuneyt­is­ins. Aðalskrif­stof­ur ráðuneyt­is­ins eru í næsta húsi við hliðina, Rauðar­ár­stíg 25.

Ráðuneytið að flytja

En nú stend­ur fyr­ir dyr­um að flytja ráðuneytið í svo­kallað norður­hús ný­bygg­ing­ar Lands­bank­ans í miðbæn­um. Því opn­ast tæki­færi til að breyta Rauðar­ár­stíg 27 í íbúðir. Á árum áður, frá 1987 til 2014, var vin­sæll ít­alsk­ur veit­ingastaður á 1. hæðinni, Madonna, en nú er þar kokteil­skóli.

Bygg­inga­full­trú­inn sendi er­indið til skipu­lags­full­trúa og óskaði um­sagn­ar um það. Í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa kem­ur fram að húsið á lóð nr. 27-29 við Rauðar­ár­stíg er veit­inga- og skrif­stofu­hús­næði á fjór­um hæðum, byggt árið 1987.

Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur til­heyr­ir húsið skil­greindu miðborg­ar­svæði M1b, blönduð miðborg­ar­byggð – skrif­stof­ur og þjón­usta. Á því svæði er mark­miðið að efla fjöl­breytta at­vinnu- og þjón­ust­u­starf­semi sem fell­ur að íbúðarbyggð. Þar er gert ráð fyr­ir stofn­un­um, skrif­stof­um og sér­hæfðri þjón­ustu, þ.m.t. gistiþjón­ustu. Íbúðir eru heim­il­ar, einkum á efri hæðum hús­næðis. Við jarðhæðir með götu­hliðastýr­ingu er versl­un­ar- og þjón­ust­u­starf­semi opin al­menn­ingi í for­gangi. Al­menn­ar veit­inga­heim­ild­ir miðsvæða gilda.

Ekk­ert deili­skipu­lag er í gildi um reit­inn. Því þarf að grennd­arkynna all­ar bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­ir.

Verk­efna­stjóri bend­ir á að sam­kvæmt um­sögn skipu­lags­full­trúa, dags. 4. nóv­em­ber 2021, var ekki lagst gegn því að efri hæðum yrði breytt í íbúðir og já­kvætt var tekið í breyt­ing­ar á bíla­stæði fyr­ir fram­an hús sem myndi gera mögu­legt að setja sval­ir á þá hlið húss­ins fyr­ir íbúðirn­ar.

Nei­kvætt var tekið í að hækka það um eina inn­dregna hæð og að breyta jarðhæð húss­ins í íbúðir. Einnig var mælt með að nota aðra lausn en svala­gang sem inn­gang í íbúðir.

End­ur­hanna þarf lóðina

Skilað hafi verið inn teikn­ing­um sem upp­fylla þau skil­yrði sem beðið er um í fyrr­nefndri um­sögn. Við lóðahönn­un hafa hins veg­ar ekki verið gerðar ráðstaf­an­ir sem taka til­lit til breyttr­ar notk­un­ar húss­ins. Þar sem húsið verður íbúðar­hús­næði þarf að gera ráðstaf­an­ir á lóð til að tryggja gæði nærum­hverf­is, sbr. aðal­skipu­lag.

Þar seg­ir meðal ann­ars að þegar byggt er íbúðar­hús­næði inn­an blandaðra at­vinnu­hverfa þurfi að huga sér­stak­lega að um­hverf­is­gæðum við hönn­un hús­næðis og lóðar. End­ur­hanna þarf lóðina þar sem gert er ráð fyr­ir dval­ar­svæði fyr­ir íbúa með gróðri og blágræn­um of­an­vatns­lausn­um til að gera um­hverfið aðlaðandi til bú­setu.

Sam­kvæmt fast­eigna­mats­skrá er Rauðar­ár­stíg­ur 1.655 fer­metr­ar að stærð og fast­eigna­mat árs­ins 2024 658 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is