Home Fréttir Í fréttum Stefnt að malbikun þriggja gatna í Varmahlíð í ár

Stefnt að malbikun þriggja gatna í Varmahlíð í ár

101
0
Hér sést að búið er að malbika Norðurbrún. MYND: ÓAB

Malbikunarframkvæmdir eru hafnar í Varmahlíð en Norðurbrún hefur þegar verið malbikuð.

<>

Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra Skagafjarðar stendur einnig til að Laugavegur verði malbikaður í ár sem og lenging Birkimels í Varmahlíð að hluta.

Fyrir tveimur árum féll aurskriða úr Norðurbrún og niður á Laugaveg og mildi að ekki fór verr og ýmislegt sem huga hefur þurft að á svæðinu í kjölfarið.

„Hvað varðar aðgerðir í Norðurbrún til að koma í veg fyrir að frekara hrun verði í götunni þá var farið í lagningu drenskurðar ofan Norðurbrúnar sem safnar öllu jarðvatni úr Reykjarhólum niður á 2,5-3 metra dýpi og leiðir í burt.

Sú aðgerð var framkvæmd í kjölfar hrunsins. Í endurgerð götunnar núna eru sem fyrr segir allar lagnir endurnýjaðar, vegfláinn verið byggður upp frá grunni með burðarfyllingu og þar var jafnframt sett drenlögn til að tappa enn frekar af mögulegu jarðvatni. Jafnframt eru drenlagnir lagðar í fláafæti á milli Laugavegs og Norðurbrúnar,“ segir Sigfús Ingi aðspurður um hvað hafi verið gert til að koma í veg fyrir frekara hrun.

Hér að neðan má lesa um þær framkvæmdar sem unnið er að við þessar þrjár götur í Varmahlíð.

Norðurbrún endurgerð, gatnagerð og veitustofnar.
Verkið nær til endurnýjunar fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu, ljósastaura og ljósastaurastrengja, ljósleiðaralagna og stofnstrengs Rariks að dælustöð Skagafjarðarveitna, aðlögunar grjótkants í vegbrún, malbikunar götu og gangstétta.

Birkimelur, lenging götu, gatnagerð og veitustofnar.
Verkið er nýframkvæmd og nær til gatnagerðar ásamt allri tilheyrandi lagnavinnu og malbikunar á helmingi þeirrar götu sem verið er að leggja. Í upphafi var áætlað að framkvæmdir næðu til um Það bil helmings af lengd götunnar en síðar var ákveðið að framkvæmdin næði til hennar allrar.

Laugavegur, endurgerð, gatnagerð og veitustofnar.
Verkið nær til endurnýjunar fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu, ljósastaura og ljósastaurastrengja, ljósleiðaralagna og rafveitu, malbikunar götu og gangstétta.

Heimild: Feykir.is