Home Fréttir Í fréttum Nýtt hverfi fær dræmar viðtökur

Nýtt hverfi fær dræmar viðtökur

138
0
Lítil stemning virðist hjá íbúum fyrir nýrri íbúðabyggð. mbl.is/Styrmir Kári

Áform um nýtt íbúðahverfi við Suður­fell í Efra-Breiðholti fá dræm­ar und­ir­tekt­ir hjá íbú­um hverf­is­ins. Í nýju deili­skipu­lagi svæðis­ins er gert ráð fyr­ir lág­reistri íbúðabyggð, á einni eða tveim­ur hæðum, með 50-75 íbúðum.

<>

Greint var frá þess­um áform­um í frétt hér í blaðinu í síðustu viku.

Skipu­lags­lýs­ing var ný­lega aug­lýst í Skipu­lags­gátt­inni og óskað eft­ir ábend­ing­um og um­sögn­um.

Í gær höfðu borist átta um­sagn­ir, þar af sjö frá ein­stak­ling­um. Eru þeir all­ir sem einn and­víg­ir íbúðabyggð á svæðinu.

Í einni um­sögn­inni seg­ir:

„Þetta græna svæði þekki ég vel og hef notað mikið frá 2009. Þarna er fólk á göngu, hlaup­um og á hjól­um, börn að leik og síðast en ekki síst fjöl­breytt fugla­líf. Þessi áætl­un sverf­ur enn frek­ar að villt­um græn­um svæðum inn­an borg­ar­inn­ar og ef það er vel­ferð og ham­ingja fólks sem við vilj­um huga að þá eru grænu svæðin með fugla­söng hvað mik­il­væg­ust. Ég hef reynd­ar líka áhyggj­ur af því að um leið og farið er að seil­ast inn á þetta ósnortna svæði þá lækki þrösk­uld­ur­inn fyr­ir enn frek­ari rösk­un á svæðinu um­hverf­is Elliðaár.“

Kort/​mbl.is

Aðrar um­sagn­ir frá ein­stak­ling­um eru í svipuðum dúr.

„Þessi hug­mynd er al­ger­lega út í hött! Þarna er frek­lega verið að ganga á og að græn­um svæðum inn­an borg­ar­mark­anna. Fjöldi fólks nýt­ir sér þenn­an hluta ósnort­inn­ar nátt­úru inn­an borg­ar­mark­anna meðal ann­ars með göngu- og reiðhjóla­t­úr­um hvern ein­asta dag!“ seg­ir í ann­arri um­sögn. Frest­ur til að veita um­sögn er til 18. ág­úst.

Aðeins Minja­stofn­un Íslands ger­ir ekki at­huga­semd­ir við lýs­ingu nýs deili­skipu­lags.

Heimild: Mbl.is