Home Fréttir Í fréttum 25.08.2023 Hveragerðisbær: Jarðvinna við leikskólann Óskaland

25.08.2023 Hveragerðisbær: Jarðvinna við leikskólann Óskaland

116
0
Leikskólinn Óskalandi í Hveragerði

Verkið er jarðvinna vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland, Hveragerði.
Verktaki skal jarðvegsskipta fyrir húsi, sjá um jarðvinnu vegna lagna og setja upp öryggisgirðingu umhverfis vinnusvæðið, samkvæmt teikningum og verklýsingu.

<>

Helstu magntölur eru:

Girðing 120 m
Gröftur 3.300 m³
Fyllingar 3.300 m³
Lagnaskurðir 300 m

Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum þeim gögnum sem þar er vísað til. Innifalið í tilboði skal vera allt sem þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum. Tilboð skal gert á þar til gerðu tilboðsblaði og sundurliðað í tilboðsskrá.

Útboðsgögn eru aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Tilboðum skal skila inn til bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar í síðasta lagi föstudaginn 25. ágúst kl. 11. Tengiliður er Höskuldur Þorbjarnarson: hoskuldur@hveragerdi.is

Hér má finna útboðslýsingu, verklýsingu, tilboðskrá og tilboðsblað
Hér má finna útboðsteikningu

Heimild:Hveragerðisbær