Home Fréttir Í fréttum Kaupa 42 íbúðir við Tangabryggju

Kaupa 42 íbúðir við Tangabryggju

129
0
Egill Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Heimstaden og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Ljósmynd/Aðsend

Gengið hef­ur verið frá kaup­samn­ingi á milli leigu­fé­lags­ins Heimsta­den og Bú­seta vegna kaupa Bú­seta á 42 íbúðum leigu­fé­lags­ins við Tanga­bryggju í Reykja­vík. Vilja­yf­ir­lýs­ing vegna kaupa á yfir 90 íbúðum til viðbót­ar hef­ur einnig verið und­ir­rituð af fram­kvæmda­stjór­um fé­lag­anna.

<>

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in nær til íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu en íbúðirn­ar sem keypt­ar hafa verið eru við Tanga­bryggju 2, 4a og 4b.

Um­fang viðskipt­ana er um það bil tveir og hálf­ur millj­arður króna fyr­ir þess­ar 42 íbúðir en kaup­in eru fjár­mögnuð með láni frá fag­fjár­festa­sjóði í rekstri Lands­bréfa.

„Heimsta­den vinn­ur nú að því að selja eign­ir úr eigna­safni sínu og leit­ast eft­ir því að selja eign­ir til aðila sem leggja áherslu á hús­næðis­ör­yggi og viðhafa lang­tíma­hugs­un þegar kem­ur að samn­ing­um við leigj­end­ur.

Stefnt er að form­legri af­hend­ingu eign­anna 42 til Bú­seta fyr­ir árs­lok en um er að ræða ný­leg­ar 2-4 her­bergja íbúðir í Bryggju­hverf­inu í Reykja­vík,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Haft er eft­ir fram­kvæmda­stjór­um fé­lag­anna þar sem þeir segj­ast vilja tryggja ör­uggt hús­næði.

„Mark­mið Bú­seta er að tryggja fé­lags­mönn­um sín­um aðgengi að tryggu og góðu hús­næði á hag­kvæm­um kjör­um. Það er með ánægju sem við bjóðum leigj­end­ur Heimsta­den vel­komna til Bú­seta. Við höf­um verið að auka við fram­boð íbúða á veg­um Bú­seta, bæði í formi bú­setu­rétta og á veg­um Leigu­fé­lags Bú­seta.

Kaup­in á íbúðum Heimsta­den styrkja enn frek­ar fram­boð íbúða hjá okk­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Við vilj­um geta boðið fjöl­breytt hús­næði sem hent­ar ólík­um ævi­skeiðum fólks án þess að það þurfi að binda stór­ar fjár­hæðir í hús­næði eða taka dýr lán,“ er haft eft­ir Bjarna Þór Þórólfs­syni, fram­kvæmda­stjóra Bú­seta.

Heimild: Mbl.is