Home Fréttir Í fréttum Fallist á stöðvunarkröfu vegna útboðs Rarik

Fallist á stöðvunarkröfu vegna útboðs Rarik

176
0
Mynd: RÚV – Rúnar Snær Reynisson

Kærunefnd útboðsmála hefur í annað sinn fallist á stöðvunarkröfu vegna útboðs Rarik á jarðstrengjalögnum. Útboðið er ekki talið hafa verið í samræmi við lög.

<>

Kærunefnd útboðsmála hefur í annað sinn fallist á stöðvunarkröfu Heflunar ehf. vegna útboðs Rarik á jarðstrengjalögnum. Með ákvörðuninni var að hluta fallist á stöðvunarkröfu vegna ágalla á innkaupaferlinu sem varðar grundvallarreglur í opinberum innkaupum.

Í forvali í ársbyrjun voru tólf verktakar valdir til þátttöku fyrir jarðstrenglagnir, þar á meðal Heflun. Eftir forvalið bætti Rarik við viðbótarskilyrðum sem réðust af því hvar á landinu

Ólafur Kjartansson, lögmaður Heflunar, segir þau viðbótarskilyrði hafa verið útilokandi fyrir fjölmarga verktaka sem tóku þátt.

„Í raun og veru var fjöldi reynslumikilla verktaka útilokaður og einungis þeir sem hafa starfað fyrir RARIK á undanförnum árum gátu tekið þátt,“ segir Ólafur.

Kærunefnd stöðvaði útboðsferlið og ákvað RARIK í kjölfarið að falla frá innkaupaferlinu. Annað útboð fór síðan fram og þar komu mismunandi hæfisskilyrði fram. Heflun ákvað að kæra á nýjan leik.

Ólafur segir að þar hafi einnig verið brotið gegn ákvæðum um grundvallarreglu í innkaupum þar sem tilboðsfresturinn var ekki í samræmi við lög. „Hann var of skammur og skil tilboða áttu að vera í gegnum tölvupóst sem er ekki í samræmi við lög um opinber innkaup.“

Ólafur segir að nú sé beðið eftir endanlegri niðurstöðu kærunefndarinnar. Stöðvunarkrafan sé bráðabirgðaákvörðun.

Heimild: Ruv.is