Home Fréttir Í fréttum Annað hús fundið á Stöng

Annað hús fundið á Stöng

95
0
Oddgeir Isaksen og Uggi Ævarsson við fornleifarannsókn sína á Stöng en þar bjó Gaukur Trandilsson samkvæmt Landnámu. mbl.is/Hákon

„Það voru áform uppi um að lag­færa skýlið yfir rúst­un­um á Stöng og setja upp út­sýn­ispall við aust­ur­enda skál­ans og þess vegna þurfti að fara fram forn­leifa­rann­sókn,“ seg­ir Odd­geir Isak­sen, forn­leifa­fræðing­ur og verk­efna­stjóri hjá Minja­stofn­un Íslands, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Við téða rann­sókn fannst bygg­ing við aust­ur­enda skál­ans og er hún samtíða hon­um, ligg­ur und­ir gjósku­lag­inu úr Heklugos­inu árið 1104 sem talið er að hafi lagt dal­inn í eyði að miklu leyti.

„Þannig að þetta staðfest­ir það sem var löng­um talið, að hér hafi verið bú­seta frá því eft­ir 950 og fram til 1104. Hérna hafa verið mikl­ar ham­far­ir, þetta hef­ur verið mikið sprengigos og ekki mjög bú­sæld­ar­legt hér á eft­ir,“ seg­ir Odd­geir.

Reikn­ar hann með því að þeir Uggi Ævars­son, minja­vörður Suður­lands, ljúki við að grafa bygg­ing­una upp í vik­unni og í fram­hald­inu þurfi að meta hvernig best verði búið um hana en hann reikn­ar með að hún verði hluti af sýn­ing­unni sem verið hef­ur ferðamönn­um í daln­um aðgengi­leg um ára­tuga­skeið.

Heimild: Mbl.is