Home Fréttir Í fréttum Eldisgarður geti ógnað grunnvatnsgeymi á Reykjanesi

Eldisgarður geti ógnað grunnvatnsgeymi á Reykjanesi

61
0
Eldisfiskur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Matorka

Skipulagsstofnun telur töluverða óvissu ríkja um áhrif fyrirhugaðs Eldisgarðs Samherja fiskeldis ehf. á grunnvatn á Reykjanesi. Hætt sé við verulega neikvæðum áhrifum verði ekki farið varlega.

<>

Skipulagsstofnun telur töluverða óvissu ríkja um áhrif fyrirhugaðs Eldisgarðs Samherja á grunnvatn á Reykjanesi. Vatnsstaðan sé viðkvæm og hætt við verulega neikvæðum áhrifum verði ekki farið varlega. Eldisgarðurinn yrði hluti af Auðlindagarði HS orku.

Samherji fiskeldi ehf. vill koma upp seiðaeldisstöð og landeldi á Reykjanesi. Til stendur að byggja upp í þremur áföngum og lagt upp með að framleiða 40 þúsund tonn þegar hámarksframleiðslugetu er náð. Mikið vatn þarf til starfseminnar, um 30 þúsund lítra af jarðsjó og 50 lítra af ferskvatni á hverri sekúndu.

Jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var fenginn til að skila sérfræðiáliti en talið er að áhrif eldisins verði mest á grunnvatn og jarðmyndanir.

Stór og vatnsfrek áform

Í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat eldisstöðvarinnar segir að nokkur óvissa ríki um áhrif starfseminnar á grunnvatn vegna takmarkaðrar þekkingar á jarðlögum og grunnvatnsstöðu.

Til að mæta þeirra óvissu sé brýnt að viðhafa mjög umfangsmikla vöktun, efla rannsóknir verulega og skipta uppbyggingu eldisins í áfanga þannig að áhrif hvers áfanga liggi fyrir áður en ráðist verði í þann næsta.

Þá leggur Skipulagsstofnun áherslu á að Samherji verði með tilbúna viðbragðsáætlun, komi í ljós neikvæð áhrif á grunnvatnsgeyminn.

Fyrirtækin taki sig saman um vöktun

Stofnunin mælir með því að fyrirtækin á svæðinu taki sig saman um að vakta sameiginleg áhrif starfsemi sinnar á strandsjó og lífríki. Gott fordæmi sé fyrir slíku við Grundartanga.

Framkvæmdin er háð byggingarleyfi frá Reykjanesbæ, starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar. Þá þarf Orkustofnun að veita leyfi fyrir benni tengingu eldisgarðsins við virkjun HS orku.

Heimild: Ruv.is