Home Fréttir Í fréttum Hús á rúman hálfan milljarð

Hús á rúman hálfan milljarð

336
0
Húsið er engin smásmíði, 505 fermetrar og stendur á lóð við austanvert Urriðakotsvatn. Ljósmynd/Miklaborg

Ríf­lega 500 fer­metra ein­býl­is­hús sem stend­ur við Urriðakots­vatn í Urriðaholti er nú komið á sölu en heim­ild­ir mbl.is herma að upp­sett verð á hús­inu sé rúm­ar 500 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt aug­lýs­ingu er óskað til­boða í húsið. Það var reist árið 2020 og stend­ur við Dýja­götu 12.

<>

Sí­fellt fjög­ar dæm­um um að ein­býl­is­hús á höfuðborg­ar­svæðinu selj­ist á mörg­hundruð millj­ón­ir króna.

Eitt baðher­bergj­anna er klætt marm­ara og með út­sýni út á vatnið. Ljós­mynd/​Mikla­borg

Árið 2021 keypti Davíð Helga­son, fjár­fest­ir hús Skúla Mo­gensen við Hrólfs­skála­vör á 500 millj­ón­ir króna. Bætti hann um bet­ur nokkru síðar og keypti einnig lóðina við hliðina á hús­inu sem stend­ur við Steinavör 2.

Þá greindi Smartlandið frá því fyrr í sum­ar að fjár­fest­arn­ir Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir og Grím­ur Gísla­son hefðu keypt ein­býl­is­hús við Túngötu í Reykja­vík á 575 millj­ón­ir króna.

Sí­fellt fleiri ein­býl­is­hús ganga kaup­um og söl­um á hálf­an millj­arð eða meira. Ljós­mynd/​Mikla­borg

Ekki aðeins ein­býl­is­hús
Það eru hins veg­ar ekki aðeins ein­býl­is­hús sem ganga kaup­um og söl­um fyr­ir háar fjár­hæðir. Þannig seld­ist þak­í­búð í óreistu húsi við Vest­ur­vin í fe­brú­ar síðastliðnum á 420 millj­ón­ir króna.

Og þá var greint frá því síðasta sum­ar að hluta­fé­lagið Drei­sam, sem er í eigu Jónas­ar Hag­an Guðmunds­son­ar hefði keypt þak­í­búð og tvö bíla­stæði við Aust­ur­höfn í Reykja­vík á 620 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is