Home Fréttir Í fréttum Kaupir Fornu­búðir á 4,8 milljarða

Kaupir Fornu­búðir á 4,8 milljarða

522
0
Hafrannsóknarstofnun flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði árið 2020. Ljósmynd: Aðsend mynd

Þórður Kolbeinsson er stærsti hluthafi F5 eignarhaldsfélags sem hefur gengið frá kaupum á Fornubúðum fasteignafélagi á 4,8 milljarða króna.

<>

Hið nýstofnaða F5 eignarhaldsfélag hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Fornubúðum fyrir 4,8 milljarða króna.

Stærsti hluthafi F5 er Strontín ehf., sem er í endanlegri eigu Þórðar Kolbeinssonar, en félagið var með hæsta tilboðið í opnu söluferli sem hófst undir lok síðasta árs, að því er segir í tilkynningu á vef Arion banka sem var ráðgjafi F5 í kaupunum.

Helsta eign Fornubúða fasteignafélags er húsnæði að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði sem er 10.319 fermetrar að stærð. Húsnæðið er í fullri útleigu en stærsti einstaki leigutaki félagsins er Hafrannsóknarstofnun Íslands. Þá eiga Fornubúðir einnig ónýttan byggingarrétt á sömu lóð.

Fornubúðir fasteignafélag gerði samning árið 2017 um að byggja og leigja Hafrannsóknarstofnun Íslands húsnæðið undir alla starfsemi hennar. Þann 5 júní 2020 flutti Hafró starfstöð sína að Fornubúðum 5.

Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Fornubúða frá árinu 2021 var Kaðall ehf., í eigu Hjartar Gíslasonar og Maríu Bjarnadóttur, stærsti hluthafi fasteignafélagsins með 25,9% hlut. Félagið Icelandic Ocean, sem er að stærstum hluta í eigu Guðjóns Ómars Davíðssonar, Guðmundar P. Davíðssonar og Björgólfs Guðmundssonar, átti 25,0% eignarhlut.

Salti ehf., eignarhaldsfélag Jóns Rúnars Halldórssonar, var þriðji stærsti hluthafinn með 15,5% hlut. Þá fór Hlér, félag Guðmundar Ásgeirssonar og fjölskyldu, með 12,2% hlut.

Kaupandinn Strontín, félag Þórðar Kolbeinssonar, hefur verið hluthafi í Fornubúðum í nokkur ár og átti 5,5% eignarhlut í árslok 2021.

Heimild: Vb.is