Home Fréttir Í fréttum Kaup á jörð undir lúxushótel frágengin

Kaup á jörð undir lúxushótel frágengin

409
0
Nýjasta Icelandair-hótelið er Iceland Parliament Hotel. Árni Sæberg

Gengið hef­ur verið frá kaup­um malasíska auðkýf­ings­ins Vincents Tans á landsvæði und­ir fimm stjörnu hót­el á eyðibýl­inu Star­dal á Kjal­ar­nesi. Star­dal­ur er í Mos­fells­sveit u.þ.b. miðja vegu milli höfuðborg­ar­svæðis­ins og Þing­valla.

<>

Sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogg­ans er um­samið kaup­verð lands­ins 300 millj­ón­ir króna með fyr­ir­vara um samþykkt deili­skipu­lags. Þriðjung­ur kaup­verðs var greidd­ur við und­ir­skrift en eft­ir­stöðvar verða greidd­ar að fyr­ir­vör­um upp­fyllt­um, sam­kvæmt sömu heim­ild­um.

Fimm stjörnu hót­el

Eins og greint var frá í maí í fyrra í vilja­yf­ir­lýs­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar og Berjaya Land Ber­had um gerð skipu­lags fyr­ir Kýr­hóla­flóa, ætl­ar fé­lagið að reisa fimm stjörnu 250 her­bergja hót­el með heilsu­lind, baðlóni og tengdri starf­semi á jörðinni und­ir merkj­um Four Sea­ons.

Heimild: Mbl.is