Home Fréttir Í fréttum Tvö ný Icelandair-hótel munu opna í miðbæ Reykjavíkur á næstu tveimur árum

Tvö ný Icelandair-hótel munu opna í miðbæ Reykjavíkur á næstu tveimur árum

159
0

Tvö ný Icelandair-hótel munu opna í miðbæ Reykjavíkur á næstu tveimur árum. Annað þeirra, Iceland Parliament Hotel, verður í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll og hitt, Reykjavik Consulate Hotel, verður í Hafnarstræti.

<>

Hótelin verða hluti af vörumerki Hilton International sem nefnist Curio Collection en að því er segir í tilkynningu er þar á ferðinni safn hágæðahótela í heiminum.

Curio-hótelin sækja heiti sín í sögu hvers staðar fyrir sig. Nafn Iceland Parliament Hotel vísar þannig til sögu lýðræðis á Íslandi og nálægðar hússins við Alþingi. Á jarðhæð hótelsins verður sett upp safn um sögu lýðræðis hér á landi til að styrkja tenginguna við söguna enn frekar.

Reykjavik Consulate Hotel, verður í Hafnarstræti.
Reykjavik Consulate Hotel, verður í Hafnarstræti.

Nafn Reykjavik Consulate Hotel vísar svo í það að Detlev Thomesn, þýskur konsúll á 19. öld, tók á móti erlendum gestum í nágrenni hótelsins, líkt og faðir hans og afi gerðu á sínum tíma. Gamalli atvinnustarfsemi á svæðinu verður gerð góð skil á hótelinu með endurgerð upphaflega kolasundsins sem mun ganga í gegnum hótelið.

Heimild: Vísir.is